„Besta“ heilbrigðiskerfi í heimi? Sölvi Jónsson skrifar 27. september 2011 06:00 Árni Richard Árnason sagði í Fréttablaðinu 19. september frá ótrúlegum samskiptum sínum við lækna í Orkuhúsinu og Landlækni. Svona er mín saga: Ég fór í hnéaðgerð hjá lækni í Orkuhúsinu árið 2007 vegna gruns um liðþófaáverka. Aðgerðin fór mjög illa. Ég vaknaði með miklu meiri verki en var sagt að liðþófinn hefði verið heill. Læknirinn fjarlægði einhverjar fellingar á brjóski sem voru örugglega ekkert að trufla mig. Ég hitti hann aftur eftir aðgerðina og lýsti fyrir honum hvað ég væri kvalinn. Hann hlustaði lítið á mig, það var einsog þetta ætti að vera eðlilegt stuttu eftir aðgerð, og skrifaði upp á Parkódín. Það virkaði ekkert og ekki minnkuðu verkirnir þegar frá leið. Annar læknir í Orkuhúsinu sagði að það væri búið að gera fyrir mig það sem hægt væri! og vísaði mér frá. Ég lagðist fimm vikum síðar inn á geðdeild vegna þunglyndis og talaði við þrjá geðlækna um hnéð sem var að sjálfsögðu komið upp í hausinn. Enginn þeirra stakk upp á því að eitthvað kynni að hafa misfarist í aðgerðinni. Einn spurði hvort ég teldi að verkirnir væru huglægir. Annar sagði að ég þyrfti sennilega að lifa með þessu, ef það væri þá hægt. Það situr enn í mér. Ég fór í aðra rannsókn sem sýndi það sama og sú fyrri, hugsanlega eitthvað að liðþófanum. Þarna hefði ég átt að taka völdin og finna þriðja bæklunarlækninn, en ég var orðinn hræðilega þunglyndur. Það var búið að telja mér trú um að ekkert væri hægt að gera fyrir mig og ég trúði því ekki að lækni gæti yfirsést svona nokkuð í aðgerð. Í staðinn hélt ég mig við sjúkraþjálfun og leitaði í alls kyns óhefðbundið. Ekkert hjálpaði, heldur ekki Contalgin og morfínplástrar sem heimilislæknirinn skrifaði upp á. Kannski sem betur fer, annars væri ég pillufíkill í ofanálag. Ekki stakk hann upp á því að þetta væri óeðlilegt ástand eftir hnéaðgerð. Passa ekki læknar upp á lækna? Þegar ég svo loksins var kominn til þriðja bæklunarskurðlæknisins var ég í ofanálag orðinn sárkvalinn í bakinu sökum misbeitingar. Hann sendi mig í beinaskann þar sem sást gat á liðþófanum og í aðgerðinni reyndist liðþófinn rifinn á TVEIMUR stöðum. Þetta átti að sjást í fyrri aðgerðinni! Fjórum mánuðum síðar var mér boðið pláss á Reykjalundi, sem er það versta sem hefur fyrir mig komið á eftir misheppnuðu aðgerðinni. Þangað mætti ég í mjög viðkvæmu ástandi bæði í baki og hné og var án tillits til forsögunnar settur í þyngstu vatnsleikfimina og tækjasal á hverjum degi. Ég þoldi ekki æfingaálagið og fór inn í jólafríið mun verri í bakinu. Þegar ég kom til baka eftir áramótin átti ég fund með yfirlækninum á Verkjasviði, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara til að lýsa ástandi mínu. Sjúkraþjálfarinn hélt sig við fyrra prógram og var einráður í þeirri ákvörðun. Þegar mér versnaði svo enn meira í bakinu, sagði hann mér samt að halda áfram sömu þungu æfingunum. Hversu faglegur í starfi er sjúkraþjálfari sem ekki tekur tillit til framvindu skjólstæðings síns? Ég hef svo mátt erfa það við sjálfan mig að hafa sett allt mitt traust á hann. Eftir sjö vikur á Reykjalundi var mér skilað til baka óvinnufærum og sárkvöldum í bakinu og á þeim reit var ég í yfir ár! Ég gekk á milli sjúkraþjálfara og kírópraktora uns mér var vísað á sjúkraþjálfara sem tókst að hjálpa mér. Ástandið á mér er allt annað í dag en ég hef samt mátt þola endurtekin slæm bakverkjaköst og ljóst að ég þarf að glíma í einhverri mynd við afleiðingarnar af mistökum læknisins í Orkuhúsinu og sjúkraþjálfarans á Reykjalundi út lífið. Lífið hefur bara verið endurhæfing og kostnaðurinn við að reyna að koma mér í lag, fyrir utan örorku og vinnutap, er nálægt tveimur milljónum. Snúum okkur þá að Landlækni. Í svarbréfinu við kæru minni var talið líklegt að læknirinn hefði ekki séð skemmdina á liðþófanum og þetta kallað „óheppilegt,“ ekki „mistök“. Þetta orðalag hefur nægt til að tveir lögfræðingar hafa vísað málinu frá sér og nú er það komið til þess þriðja sem hefur þó svo lítið sem sent inn umsókn til Sjúkratrygginga fyrir mig. Þegar kemur neikvætt svar þaðan, sem er nánast öruggt, er ég ekki vongóður um að lögfræðingurinn vilji taka málið að sér. Þannig stend ég trúlegast uppi bótalaus. Framkoma heilbrigðiskerfisins við mig hefur verið með ólíkindum og einsog Árni Richard, velti ég því fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa orðið fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og yfirhylmingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Árni Richard Árnason sagði í Fréttablaðinu 19. september frá ótrúlegum samskiptum sínum við lækna í Orkuhúsinu og Landlækni. Svona er mín saga: Ég fór í hnéaðgerð hjá lækni í Orkuhúsinu árið 2007 vegna gruns um liðþófaáverka. Aðgerðin fór mjög illa. Ég vaknaði með miklu meiri verki en var sagt að liðþófinn hefði verið heill. Læknirinn fjarlægði einhverjar fellingar á brjóski sem voru örugglega ekkert að trufla mig. Ég hitti hann aftur eftir aðgerðina og lýsti fyrir honum hvað ég væri kvalinn. Hann hlustaði lítið á mig, það var einsog þetta ætti að vera eðlilegt stuttu eftir aðgerð, og skrifaði upp á Parkódín. Það virkaði ekkert og ekki minnkuðu verkirnir þegar frá leið. Annar læknir í Orkuhúsinu sagði að það væri búið að gera fyrir mig það sem hægt væri! og vísaði mér frá. Ég lagðist fimm vikum síðar inn á geðdeild vegna þunglyndis og talaði við þrjá geðlækna um hnéð sem var að sjálfsögðu komið upp í hausinn. Enginn þeirra stakk upp á því að eitthvað kynni að hafa misfarist í aðgerðinni. Einn spurði hvort ég teldi að verkirnir væru huglægir. Annar sagði að ég þyrfti sennilega að lifa með þessu, ef það væri þá hægt. Það situr enn í mér. Ég fór í aðra rannsókn sem sýndi það sama og sú fyrri, hugsanlega eitthvað að liðþófanum. Þarna hefði ég átt að taka völdin og finna þriðja bæklunarlækninn, en ég var orðinn hræðilega þunglyndur. Það var búið að telja mér trú um að ekkert væri hægt að gera fyrir mig og ég trúði því ekki að lækni gæti yfirsést svona nokkuð í aðgerð. Í staðinn hélt ég mig við sjúkraþjálfun og leitaði í alls kyns óhefðbundið. Ekkert hjálpaði, heldur ekki Contalgin og morfínplástrar sem heimilislæknirinn skrifaði upp á. Kannski sem betur fer, annars væri ég pillufíkill í ofanálag. Ekki stakk hann upp á því að þetta væri óeðlilegt ástand eftir hnéaðgerð. Passa ekki læknar upp á lækna? Þegar ég svo loksins var kominn til þriðja bæklunarskurðlæknisins var ég í ofanálag orðinn sárkvalinn í bakinu sökum misbeitingar. Hann sendi mig í beinaskann þar sem sást gat á liðþófanum og í aðgerðinni reyndist liðþófinn rifinn á TVEIMUR stöðum. Þetta átti að sjást í fyrri aðgerðinni! Fjórum mánuðum síðar var mér boðið pláss á Reykjalundi, sem er það versta sem hefur fyrir mig komið á eftir misheppnuðu aðgerðinni. Þangað mætti ég í mjög viðkvæmu ástandi bæði í baki og hné og var án tillits til forsögunnar settur í þyngstu vatnsleikfimina og tækjasal á hverjum degi. Ég þoldi ekki æfingaálagið og fór inn í jólafríið mun verri í bakinu. Þegar ég kom til baka eftir áramótin átti ég fund með yfirlækninum á Verkjasviði, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara til að lýsa ástandi mínu. Sjúkraþjálfarinn hélt sig við fyrra prógram og var einráður í þeirri ákvörðun. Þegar mér versnaði svo enn meira í bakinu, sagði hann mér samt að halda áfram sömu þungu æfingunum. Hversu faglegur í starfi er sjúkraþjálfari sem ekki tekur tillit til framvindu skjólstæðings síns? Ég hef svo mátt erfa það við sjálfan mig að hafa sett allt mitt traust á hann. Eftir sjö vikur á Reykjalundi var mér skilað til baka óvinnufærum og sárkvöldum í bakinu og á þeim reit var ég í yfir ár! Ég gekk á milli sjúkraþjálfara og kírópraktora uns mér var vísað á sjúkraþjálfara sem tókst að hjálpa mér. Ástandið á mér er allt annað í dag en ég hef samt mátt þola endurtekin slæm bakverkjaköst og ljóst að ég þarf að glíma í einhverri mynd við afleiðingarnar af mistökum læknisins í Orkuhúsinu og sjúkraþjálfarans á Reykjalundi út lífið. Lífið hefur bara verið endurhæfing og kostnaðurinn við að reyna að koma mér í lag, fyrir utan örorku og vinnutap, er nálægt tveimur milljónum. Snúum okkur þá að Landlækni. Í svarbréfinu við kæru minni var talið líklegt að læknirinn hefði ekki séð skemmdina á liðþófanum og þetta kallað „óheppilegt,“ ekki „mistök“. Þetta orðalag hefur nægt til að tveir lögfræðingar hafa vísað málinu frá sér og nú er það komið til þess þriðja sem hefur þó svo lítið sem sent inn umsókn til Sjúkratrygginga fyrir mig. Þegar kemur neikvætt svar þaðan, sem er nánast öruggt, er ég ekki vongóður um að lögfræðingurinn vilji taka málið að sér. Þannig stend ég trúlegast uppi bótalaus. Framkoma heilbrigðiskerfisins við mig hefur verið með ólíkindum og einsog Árni Richard, velti ég því fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa orðið fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og yfirhylmingu íslenska heilbrigðiskerfisins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar