Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. september 2011 06:00 Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is).
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar