Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar 19. september 2011 20:23 I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar