Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn 16. september 2011 06:00 Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðanir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar