Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar 5. september 2011 06:00 Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. En framlög hins opinbera til þróunarsamvinnu er bara ein hliðin á peningnum, hin hliðin er starf frjálsra félagasamtaka. Félagasamtök á Íslandi hafa um langt árabil unnið ötullega í þágu þróunarríkja og þeirra góða starf er lykilþáttur í okkar framlagi. Íslenskur almenningur bregst heldur ekki þeim sem eru þurfandi á örlagastund. Þetta sjáum við með almennum stuðningi við þróunarsamvinnu og þegar við bregðumst við neyðaráköllum og tökum duglega höndum saman í landssöfnunum félagasamtaka. Staðreyndir sýna að þróunarsamvinna skilar árangri. Það sanna tölur Sameinuðu þjóðanna glögglega. Barnadauði í veröldinni hefur farið hríðlækkandi, nær öll börn, stúlkur og drengir, eru nú skráð í grunnskóla, og yfir milljarður manna hefur fengið aðgang að hreinu vatni. Árangurinn næst með sterkum vilja og streði fólksins sem vill bæta kjör sín og með markvissu þróunarstarfi. Í sumar samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu mína sem felur í sér áætlun um þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2011 til 2014. Það var ánægjulegt að víðtæk sátt náðist meðal þingmanna allra flokka um þessa langtímaáætlun. Framlag Íslands til þróunarlandanna felst fyrst og fremst í uppbyggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála, með miðlun þekkingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, sjálfbærum auðlindum sjávar, landgræðslu og jafnréttismálum. Á þessum sviðum kunnum við til verka og með því að einbeita okkur að þeim tryggjum við í senn að þróunarsamvinna Íslands komi að sem mestum notum og að fjármunir nýtist sem best. Með reynslu síðustu fjörutíu ára í farteskinu og langtímastefnu til framtíðar erum við Íslendingar staðráðnir í því að gera enn betur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun