Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar 3. september 2011 06:00 Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síðustu 20 árum eru nánast kraftaverk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóðar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tallinn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endurreisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðnaði og öðrum hefðbundnum atvinnugreinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuðstöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evrópusambandið á nýsköpun, fjárfestingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun