Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar 3. september 2011 06:00 Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar