Stuttar boðleiðir og persónuleg þjónusta 30. ágúst 2011 11:00 „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni. Mynd/GVA Markmið bankans er að veita sem besta þjónustu og hafa allar boðleiðir sem stystar,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni, og bætir við að í markhópi bankans séu bæði fólk og fyrirtæki. Á fyrirtækjamarkaði er aðaláhersla lögð á lítil og meðal-stór fyrirtæki ásamt því að vera viðskiptabanki númer tvö fyrir stærri fyrirtæki. „Undanfarin tvö ár hefur MP banki byggt upp viðskiptabankastarfsemi sína með mjög góðum árangri og rekur bankinn nú tvö útibú, annað í Ármúla 13a, þar sem jafnframt eru höfuðstöðvar bankans, og hitt í Borgartúni 26, auk öflugs þjónustuvers og netbanka. Við leggjum okkur fram um að þekkja fyrirtækin sem eru hjá okkur. Starfsemi og stærð þeirra er eins misjöfn og þau eru mörg. Allt frá einstaklingsrekstri upp í fyrirtæki með hundruð starfsmanna í mörgum löndum.“ MP banki býður upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. ávöxtun innlána, gjaldeyrisviðskipti, kredit- og debetkort, innheimtuþjónustu og fjármögnun fyrirtækja. Fjármögnun getur m.a. tekið til endurfjármögnunar eldri skulda, endurskipulagningar eða fjármögnunar fyrir fyrirtæki sem eru að koma ný inn á markaðinn. „Frá því við komum inn á markaðinn höfum við lagt mikið upp úr því að halda því góða orðspori sem bankinn hefur áunnið sér. Fyrirtæki í dag þurfa á því að halda að ákvarðanataka innan bankanna sé skjót og að svör fáist skjótt og vel. Við höfum starfsfólk sem er mjög reynt á þessu sviði og er meðalstarfsaldur starfsmanna á viðskiptabankasviði í kringum tuttugu ár og því býr það að mikilli reynslu og þekkingu.“ Lárus leggur áherslu á að það sé auðvelt að skipta um banka og að það eigi ekki að vera hindrun fyrir neinn. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus að lokum. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Markmið bankans er að veita sem besta þjónustu og hafa allar boðleiðir sem stystar,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni, og bætir við að í markhópi bankans séu bæði fólk og fyrirtæki. Á fyrirtækjamarkaði er aðaláhersla lögð á lítil og meðal-stór fyrirtæki ásamt því að vera viðskiptabanki númer tvö fyrir stærri fyrirtæki. „Undanfarin tvö ár hefur MP banki byggt upp viðskiptabankastarfsemi sína með mjög góðum árangri og rekur bankinn nú tvö útibú, annað í Ármúla 13a, þar sem jafnframt eru höfuðstöðvar bankans, og hitt í Borgartúni 26, auk öflugs þjónustuvers og netbanka. Við leggjum okkur fram um að þekkja fyrirtækin sem eru hjá okkur. Starfsemi og stærð þeirra er eins misjöfn og þau eru mörg. Allt frá einstaklingsrekstri upp í fyrirtæki með hundruð starfsmanna í mörgum löndum.“ MP banki býður upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. ávöxtun innlána, gjaldeyrisviðskipti, kredit- og debetkort, innheimtuþjónustu og fjármögnun fyrirtækja. Fjármögnun getur m.a. tekið til endurfjármögnunar eldri skulda, endurskipulagningar eða fjármögnunar fyrir fyrirtæki sem eru að koma ný inn á markaðinn. „Frá því við komum inn á markaðinn höfum við lagt mikið upp úr því að halda því góða orðspori sem bankinn hefur áunnið sér. Fyrirtæki í dag þurfa á því að halda að ákvarðanataka innan bankanna sé skjót og að svör fáist skjótt og vel. Við höfum starfsfólk sem er mjög reynt á þessu sviði og er meðalstarfsaldur starfsmanna á viðskiptabankasviði í kringum tuttugu ár og því býr það að mikilli reynslu og þekkingu.“ Lárus leggur áherslu á að það sé auðvelt að skipta um banka og að það eigi ekki að vera hindrun fyrir neinn. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus að lokum.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira