Stuttar boðleiðir og persónuleg þjónusta 30. ágúst 2011 11:00 „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni. Mynd/GVA Markmið bankans er að veita sem besta þjónustu og hafa allar boðleiðir sem stystar,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni, og bætir við að í markhópi bankans séu bæði fólk og fyrirtæki. Á fyrirtækjamarkaði er aðaláhersla lögð á lítil og meðal-stór fyrirtæki ásamt því að vera viðskiptabanki númer tvö fyrir stærri fyrirtæki. „Undanfarin tvö ár hefur MP banki byggt upp viðskiptabankastarfsemi sína með mjög góðum árangri og rekur bankinn nú tvö útibú, annað í Ármúla 13a, þar sem jafnframt eru höfuðstöðvar bankans, og hitt í Borgartúni 26, auk öflugs þjónustuvers og netbanka. Við leggjum okkur fram um að þekkja fyrirtækin sem eru hjá okkur. Starfsemi og stærð þeirra er eins misjöfn og þau eru mörg. Allt frá einstaklingsrekstri upp í fyrirtæki með hundruð starfsmanna í mörgum löndum.“ MP banki býður upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. ávöxtun innlána, gjaldeyrisviðskipti, kredit- og debetkort, innheimtuþjónustu og fjármögnun fyrirtækja. Fjármögnun getur m.a. tekið til endurfjármögnunar eldri skulda, endurskipulagningar eða fjármögnunar fyrir fyrirtæki sem eru að koma ný inn á markaðinn. „Frá því við komum inn á markaðinn höfum við lagt mikið upp úr því að halda því góða orðspori sem bankinn hefur áunnið sér. Fyrirtæki í dag þurfa á því að halda að ákvarðanataka innan bankanna sé skjót og að svör fáist skjótt og vel. Við höfum starfsfólk sem er mjög reynt á þessu sviði og er meðalstarfsaldur starfsmanna á viðskiptabankasviði í kringum tuttugu ár og því býr það að mikilli reynslu og þekkingu.“ Lárus leggur áherslu á að það sé auðvelt að skipta um banka og að það eigi ekki að vera hindrun fyrir neinn. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus að lokum. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Markmið bankans er að veita sem besta þjónustu og hafa allar boðleiðir sem stystar,“ segir Lárus Sigurðsson, útibússtjóri MP banka í Borgartúni, og bætir við að í markhópi bankans séu bæði fólk og fyrirtæki. Á fyrirtækjamarkaði er aðaláhersla lögð á lítil og meðal-stór fyrirtæki ásamt því að vera viðskiptabanki númer tvö fyrir stærri fyrirtæki. „Undanfarin tvö ár hefur MP banki byggt upp viðskiptabankastarfsemi sína með mjög góðum árangri og rekur bankinn nú tvö útibú, annað í Ármúla 13a, þar sem jafnframt eru höfuðstöðvar bankans, og hitt í Borgartúni 26, auk öflugs þjónustuvers og netbanka. Við leggjum okkur fram um að þekkja fyrirtækin sem eru hjá okkur. Starfsemi og stærð þeirra er eins misjöfn og þau eru mörg. Allt frá einstaklingsrekstri upp í fyrirtæki með hundruð starfsmanna í mörgum löndum.“ MP banki býður upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. ávöxtun innlána, gjaldeyrisviðskipti, kredit- og debetkort, innheimtuþjónustu og fjármögnun fyrirtækja. Fjármögnun getur m.a. tekið til endurfjármögnunar eldri skulda, endurskipulagningar eða fjármögnunar fyrir fyrirtæki sem eru að koma ný inn á markaðinn. „Frá því við komum inn á markaðinn höfum við lagt mikið upp úr því að halda því góða orðspori sem bankinn hefur áunnið sér. Fyrirtæki í dag þurfa á því að halda að ákvarðanataka innan bankanna sé skjót og að svör fáist skjótt og vel. Við höfum starfsfólk sem er mjög reynt á þessu sviði og er meðalstarfsaldur starfsmanna á viðskiptabankasviði í kringum tuttugu ár og því býr það að mikilli reynslu og þekkingu.“ Lárus leggur áherslu á að það sé auðvelt að skipta um banka og að það eigi ekki að vera hindrun fyrir neinn. „Þegar fyrirtæki hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti sín til MP banka aðstoða viðskiptastjórar okkar við viðskiptaflutninginn og gera hann eins auðveldan og mögulegt er,“ segir Lárus að lokum.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira