Vanhugsaður útflutningsskattur 15. ágúst 2011 06:00 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því.
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar