Rosalega góður félagsskapur í SÍMEY 9. ágúst 2011 12:23 Ágústína Söebech Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað." segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. „Við erum þrjár þaðan í skólaliðabrúnni hjá SÍMEY og auk þess sem þar er einn skólaliði úr Síðuskóla. Við sáum námið auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra." Hún segist hafa farið af stað með hálfum huga og oftar en einu sinni verið við að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir," segir Ágústína. Alltaf gaman að koma í SÍMEY „Ég átti í dálitlum lesvandræðum í grunnskóla og var lengi búinn að hugsa um að gera eitthvað í málinu. En það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig af stað og ég sé ekki eftir því," segir G. Einar Svanbergsson. „Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í bóklegum greinum. Ég er líka búinn að fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stálsmíði. Það er alltaf gaman að koma í SÍMEY því maður finnur að maður er velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og hvatningu."Frábær andi í Háskólabrúnni „Ég útskrifast úr Háskólabrú í vor og það aldrei að vita nema maður skelli sér í háskólanám innan tíðar. Námið í SÍMEY er frábær kostur fyrir fólk eins og mig sem hættir námi ungt en vill taka upp þráðinn aftur," Ásta Heiðrún Stefánsdóttir. „Vinkona mín var í Grunnmenntaskólanum og mælti eindregið með honum. Það kveikti í mér og ég skellti mér þangað, síðan í Menntastoðir og svo í Háskólabrúna. Það er vissulega krefjandi að taka þetta allt á svona stuttum tíma en á móti kemur að starfsfólkið er til þjónustu reiðubúið, andinn innan dyra er frábær og félagsskapurinn ekki síðri. Ég mæli hiklaust með SÍMEY." Sérblöð Tengdar fréttir SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Ég var síðast í námi í öldungadeild Gaggans fyrir 25 árum þannig að það var mikið átak fyrir mig að stökkva aftur af stað." segir Ágústína Söebech, sem unnið hefur í Frístund í Síðuskóla í rúm tíu ár. „Við erum þrjár þaðan í skólaliðabrúnni hjá SÍMEY og auk þess sem þar er einn skólaliði úr Síðuskóla. Við sáum námið auglýst og stöppuðum stálinu hver í aðra." Hún segist hafa farið af stað með hálfum huga og oftar en einu sinni verið við að gefast upp. „En Valgeir og Betty hjá SÍMEY hvöttu mig til dáða og studdu mig á alla lund og ég get ekki hugsað mér að hætta úr þessu! Þetta er rosalega góður félagsskapur og hér eru allir svo jákvæðir," segir Ágústína. Alltaf gaman að koma í SÍMEY „Ég átti í dálitlum lesvandræðum í grunnskóla og var lengi búinn að hugsa um að gera eitthvað í málinu. En það tók mig sem sagt 30 ár að hafa mig af stað og ég sé ekki eftir því," segir G. Einar Svanbergsson. „Ég fór í lesblinduleiðréttingu hjá Lamba, síðan í Skref til sjálfshjálpar hjá SÍMEY og er núna í Námi og þjálfun í bóklegum greinum. Ég er líka búinn að fara í raunfærnimat hjá SÍMEY í stálsmíði. Það er alltaf gaman að koma í SÍMEY því maður finnur að maður er velkominn. Valgeir og Betty og annað starfsfólk vill allt fyrir mann gera og hefur veitt mér frábæran stuðning og hvatningu."Frábær andi í Háskólabrúnni „Ég útskrifast úr Háskólabrú í vor og það aldrei að vita nema maður skelli sér í háskólanám innan tíðar. Námið í SÍMEY er frábær kostur fyrir fólk eins og mig sem hættir námi ungt en vill taka upp þráðinn aftur," Ásta Heiðrún Stefánsdóttir. „Vinkona mín var í Grunnmenntaskólanum og mælti eindregið með honum. Það kveikti í mér og ég skellti mér þangað, síðan í Menntastoðir og svo í Háskólabrúna. Það er vissulega krefjandi að taka þetta allt á svona stuttum tíma en á móti kemur að starfsfólkið er til þjónustu reiðubúið, andinn innan dyra er frábær og félagsskapurinn ekki síðri. Ég mæli hiklaust með SÍMEY."
Sérblöð Tengdar fréttir SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
SÍMEY - skref til framtíðar Á Eyjafjarðarsvæðinu er fjöldi námskeiða í boði, bæði styttri og eins lengri námskeið sem veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum. 9. ágúst 2011 12:23