Arðsöm raforkusala til stóriðju 22. júlí 2011 06:00 Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun