Umræðan má ekki hljóðna Ólína Þorvarðardóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun