Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 16. júní 2011 09:30 Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar