Tálsýnin – lífskjör á lánum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun