Áliðnaður er vanmetinn grunnatvinnuvegur Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun