Brennisteinn í andrúmslofti - hagsmunir almennings Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. maí 2011 07:00 Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðstu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur aukist um 140 prósent á síðustu árum. Mörk í þágu almenningsFyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mörkin eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörðun tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Kunnugleg viðbrögðReglugerðin var harðlega gagnrýnd af Samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki faglegum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyrirtækin verða sett undir upplýsingalögin. Hann telur þá leið ríkisstjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatnamála og frumvarpsdrög um breytingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leiðarljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar. Nýjar áherslurSú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Við höfum margoft séð alvarlegar afleiðingar þess að sérhagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdraganda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmdaaðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunverulegir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmótunarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðstu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur aukist um 140 prósent á síðustu árum. Mörk í þágu almenningsFyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mörkin eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörðun tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Kunnugleg viðbrögðReglugerðin var harðlega gagnrýnd af Samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki faglegum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyrirtækin verða sett undir upplýsingalögin. Hann telur þá leið ríkisstjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatnamála og frumvarpsdrög um breytingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leiðarljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar. Nýjar áherslurSú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Við höfum margoft séð alvarlegar afleiðingar þess að sérhagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdraganda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmdaaðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunverulegir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmótunarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun