Árið sem ógeðið byrjaði Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar 14. maí 2011 07:00 Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Palestína Sveinn Rúnar Hauksson Anna Pála Sverrisdóttir höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns. Nakba táknar líka hernámið sem staðið hefur í 63 ár, og það felur í sér margt ógeðið. Ekkert hernám einnar þjóðar á annarri í samtímasögunni hefur staðið eins lengi. Samt bendir ekkert til að leiðtogar Ísraels láti sér detta í hug af alvöru að skila herteknu landi, hvað þá hleypa fimm milljónum flóttamanna aftur heim. Síðastliðin 20 ár hefur viss friðarviðleitni verið í gangi, að minnsta kosti í orði, og er það Bandaríkjastjórn sem hefur haft frumkvæðið. Þessi viðleitni hefur þó ekki fært Ísrael og Palestínu nær réttlátri lausn. Þvert á móti hefur hernámið látlaust sótt á með aukinni landtöku frá Palestínumönnum, byggingu aðskilnaðarmúrs, skipulagðra morða á forystumönnum og stórfelldum stríðsaðgerðum gegn íbúum á Gaza. Ísrael hefur tekist með aðstoð Bandaríkjanna að snúa öðrum ríkjum gegn palestínsku þjóðinni og sjálfsákvörðunarrétti hennar. Þannig var þjóðinni sem heild og sérstaklega íbúum Gaza-svæðisins refsað fyrir að kjósa yfir sig Hamas-samtökin. Hjá leiðtogum Evrópuríkja jafnt og í Bandaríkjunum hefur ísraelski áróðurinn um Hamas endurómað. Þar er þráfaldlega staglast á því að Hamas vilji ekki viðurkenna Ísrael, enda þótt stefna Hamas allt frá árinu 2003 hafi verið friðsamleg sambúð við Ísrael innan landamæranna frá 1967. Ísland þarf af rífa sig út úr þessu samkvæmi og virða í verki sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar. Síðustu ár höfum við tekið mikilvæg skref í þá átt en betur má ef duga skal. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða, frjálsa og fullvalda Palestínu. Utanríkisráðherra okkar á enn eftir að fara í mikilvæga ferð til Gaza og hitta stjórnvöld þar að máli, leiðtoga Hamas, Fatah og annarra stjórnmálasamtaka. Þetta er í samræmi við stefnu Alþingis og með slíkri ferð leggur utanríkisráðherrann af mörkum til þess lífsnauðsynlega sáttaferlis sem nýlega er hafið hjá Palestínumönnum. Án sátta og sameinaðrar forystu útávið geta Palestínumenn ekki mætt til raunverulegra friðarviðræðna. Allt frá fyrstu dögum Nakba hefur hernámið og landránið vaxið stöðugt og ekkert bent til að Ísraelsríki ætlaði að beygja af þeirri braut. Engu að síður hefur friðarviljinn lifað af meðal Palestínumanna og stjórnmálasamtaka þeirra. Öll eru þau reiðubúin til að sætta sig við þá sögulegu eftirgjöf að Ísrael haldi nærri fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu og ríki þeirra verði á þeim 22 % sem eru Gaza, Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar