Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Jón Steinsson skrifar 5. maí 2011 07:00 Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun