Níu staðlausar staðhæfingar um Icesave 7. apríl 2011 08:00 Þessa dagana herðist mjög baráttan um lyktir Icesave-málsins. Mikið er um fullyrðingar sem kynntar eru sem staðreyndir en þegar betur er að gáð eru þær oft og tíðum byggðar á hæpnum forsendum. Ég hef hér tekið saman níu algengar staðhæfingar og færi fyrir því rök að þær eigi sér tæpast stoð í raunveruleikanum: 1. Minni áhætta er fólgin í dómstóla- en samningaleiðinni. Vissulega fylgir Icesave-samningunum einhver áhætta. En það er líka áhætta því fylgjandi að hafna samningnum – dómsmál sem tekið gæti 2-3 ár tapast hugsanlega. Þá er mikill kostnaður því fylgjandi að flækjast í langdregnu dómsmáli. Eins og ég rakti hér í blaðinu á föstudaginn eru líkur á því samkvæmt yfirlýsingum Moody‘s að lánshæfismat ríkissjóðs lækki ef samningnum er hafnað. Ef sú er raunin og niðurstaða dómsmáls drægist á langinn væri kostnaðurinn á ári á bilinu 27 til 43 milljarðar, sem nemur samtals á bilinu 81 til 129 milljarðar á meðan á dómsmáli stendur. Er vit í að bera allan þann kostnað til þess eins að sleppa við að borga Bretum og Hollendingum 32 milljarða? 2. Hækka þarf skatta eða skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum af Icesave. Þrjár leiðir eru til að bæta afkomu ríkissjóðs: hækka skatta, skera niður útgjöld og stækka skattstofna. Með því að lækka fjármögnunarkostnað, sem gerist við hagstæðara lánshæfismat, eykst fjárfesting og hagvöxtur. Þá minnkar atvinnuleysi, útgjöld ríkissjóðs minnka og skattstofnar stækka. Jafnframt verður vaxtakostnaður ríkissjóðs minni. Samanlagt leiðir þetta til þess að útlagður kostnaður vegna Icesave mun að öllum líkindum hvorki leiða til sérstaks niðurskurðar né skattahækkana. 3. Börnin okkur munu þurfa að borga Icesave. Líklegast er að málið verði uppgert árið 2016. Því er útilokað að framtíðarkynslóðir muni þræla fyrir bagganum. Mun líklegra er að lífskjör okkar og barnanna okkar verði betri í kjölfar samþykktar Icesave. 4. Gengisáhættan við samningana er of mikil. Lykilspurningin hér er hve líklegt er að gengið falli á næstu árum. Í grein hér í blaðinu 28. mars færir Friðrik Már Baldursson prófessor sannfærandi rök fyrir því að vegna undirliggjandi þátta sé gengisáhættan ásættanleg. Hann bendir þannig á að raungengið sé nú 20-30% undir langtímameðaltali og verðbólga lítil. Samkvæmt Seðlabanka Íslands hefur raungengið sennilega ekki verið svona lágt síðan 1914. Vísbendingar sem felast í miklum vöruskiptajöfnuði benda einnig til þess að gengið sé of lágt skráð. Þá er viðskiptajöfnuður að teknu tilliti til þrotabúa bankanna og Actavis nærri 10% af landsframleiðslu – Íslendingar eru að borga niður skuldir erlendis í fyrsta skipti í langan tíma. Gengið ætti því mun fremur að styrkjast en veikjast. Þá má geta þess að ef gengið styrkist um 32% frá því sem nú er ber ríkissjóður engan kostnað af Icesave-samningunum að gefnum um 90% heimtum í þrotabúinu. 5. Eignasafn þrotabús Landsbankans stendur ekki undir 89% kröfunnar. Almennt virðist skilanefnd bankans hafa verið varfærin í mati sínu á eignum þrotabúsins, sem eru samkvæmt síðasta mati taldar standa undir um 90% af forgangskröfum. Eignir búsins virðast traustar enda hefur virði þeirra verið hækkað í hvert skipti sem endurmat hefur átt sér stað, úr 75% í upphafi í 90% nú – óvissa hefur minnkað jafnt og þétt. 6. Það er enginn kostnaður því fylgjandi að segja Nei. Eins og rakið er að ofan geta fylgt því mikil útgjöld í formi hærri fjármögnunarkostnaðar að fella samninginn. Enn fremur er meiri hætta á að fjármagnsmarkaðir verði okkur erfiðir, sem hefur jafnvel enn verri afleiðingar en hærri vextir. Líklegt er að ríkissjóður þurfi að fjármagna sig nánast alfarið á innlendum markaði, sem þrýstir upp innlendum vöxtum og dregur úr fjárfestingu einkaaðila, einkaneyslu og þar með hagvexti. Þá er líklegt að gengi krónunnar verði veikara en ella, þar sem Seðlabankinn þarf að safna fyrir afborgunum erlendra lána ríkisins með kaupum á gjaldeyri. 7. Já í kosningum festir okkur í gjaldeyrishöftunum. Mat Moody‘s, Seðlabankans og fleiri sérfræðinga er að samþykkt Icesave muni flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Það stafar af því að endurfjármögnun verður auðveldari, óvissa verður minni, væntingar um gjaldeyrisútflæði, m.a. vegna mun lægri endurfjármögnunarkostnaðar, verða dempaðri og innflæði vegna fjárfestinga verður meira. Það væri þó óneitanlega forvitnileg hagfræðileg tilraun að afnema gjaldeyrishöft með lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokki! 8. Lánshæfismat getur ekki lækkað við aukna skuldsetningu. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út að líklegt sé að lánshæfiseinkunn Íslands hækki við samþykkt Icesave-samningsins en að lánshæfismat Íslenska ríkisins yrði fært í ruslflokk ef samningnum verður hafnað. Ákvörðun um lægri einkunn segist Moody‘s byggja á tveimur þáttum: 1) að þá fáist ekki 1,1 milljarður Bandaríkjadala sem eftir standa af lánum Norðurlandanna til að fjármagna gjaldeyrisvarasjóðinn og 2) að þá sé líklegt að gjaldeyrishöft muni verða til staðar lengur þar sem hemja þurfi útstreymi gjaldeyris. Lykilinn að áhættumati fjárfesta á ríkisskuldabréfamarkaði er ekki hve skuldsett ríki eru heldur hve greiðan aðgang þau hafa að lánsfjármagni til að endurfjármagna lán sín og þar skiptir lánshæfismat höfuðmáli. Nægir í því skyni að benda til skuldastöðu og lánshæfismats ríkja á borð við Japan, Belgíu, Bretland og Bandaríkin. 9. Enginn tekur lengur mark á matsfyrirtækjunum og því skiptir lægri einkunn engu máli. Það skiptir engu máli hvaða skoðun menn hafa á lánsmatsfyrirtækjunum. Þau eru einkunnargjafinn og hinn endanlegi dómari því alþjóðlegir fjárfestar í ríkisskuldabréfum horfa fyrst og fremst til lánshæfismats. Mörgum stofnanafjárfestum er t.a.m. bannað með lögum og reglugerðum að fjárfesta í ruslbréfum. Um það er ekki hægt að deila og við því er ekkert að gera. Eins og sést á þessari upptalningu er ég einlæglega þeirrar trúar að samþykkt Icesave-samninganna muni leiða til aukinnar efnahagslegrar velferðar fyrir Íslendinga. Ég tel mig hafa fært hér góð rök fyrir því að margar þeirra staðhæfinga sem heyrst hafa í umræðunni séu hindurvitni. Hitt ber þó að hafa í huga að ef efnahagshrunið hefur kennt mér eitthvað þá er það að vera ekki of viss í minni sök þegar kemur að umræðu um efnahagsmál – það er bæði sanngjarnt og rétt. En nákvæmlega eins og ég er tilbúinn að fara út í bílinn minn á morgnana og keyra til vinnu þrátt fyrir að ég viti að það séu líkur á því að lenda í bílslysi er ég tilbúinn að taka upplýsta áhættu og samþykkja Icesave. Það er ekkert líf að kúra skjálfandi undir sæng hræddur við allt og alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana herðist mjög baráttan um lyktir Icesave-málsins. Mikið er um fullyrðingar sem kynntar eru sem staðreyndir en þegar betur er að gáð eru þær oft og tíðum byggðar á hæpnum forsendum. Ég hef hér tekið saman níu algengar staðhæfingar og færi fyrir því rök að þær eigi sér tæpast stoð í raunveruleikanum: 1. Minni áhætta er fólgin í dómstóla- en samningaleiðinni. Vissulega fylgir Icesave-samningunum einhver áhætta. En það er líka áhætta því fylgjandi að hafna samningnum – dómsmál sem tekið gæti 2-3 ár tapast hugsanlega. Þá er mikill kostnaður því fylgjandi að flækjast í langdregnu dómsmáli. Eins og ég rakti hér í blaðinu á föstudaginn eru líkur á því samkvæmt yfirlýsingum Moody‘s að lánshæfismat ríkissjóðs lækki ef samningnum er hafnað. Ef sú er raunin og niðurstaða dómsmáls drægist á langinn væri kostnaðurinn á ári á bilinu 27 til 43 milljarðar, sem nemur samtals á bilinu 81 til 129 milljarðar á meðan á dómsmáli stendur. Er vit í að bera allan þann kostnað til þess eins að sleppa við að borga Bretum og Hollendingum 32 milljarða? 2. Hækka þarf skatta eða skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum af Icesave. Þrjár leiðir eru til að bæta afkomu ríkissjóðs: hækka skatta, skera niður útgjöld og stækka skattstofna. Með því að lækka fjármögnunarkostnað, sem gerist við hagstæðara lánshæfismat, eykst fjárfesting og hagvöxtur. Þá minnkar atvinnuleysi, útgjöld ríkissjóðs minnka og skattstofnar stækka. Jafnframt verður vaxtakostnaður ríkissjóðs minni. Samanlagt leiðir þetta til þess að útlagður kostnaður vegna Icesave mun að öllum líkindum hvorki leiða til sérstaks niðurskurðar né skattahækkana. 3. Börnin okkur munu þurfa að borga Icesave. Líklegast er að málið verði uppgert árið 2016. Því er útilokað að framtíðarkynslóðir muni þræla fyrir bagganum. Mun líklegra er að lífskjör okkar og barnanna okkar verði betri í kjölfar samþykktar Icesave. 4. Gengisáhættan við samningana er of mikil. Lykilspurningin hér er hve líklegt er að gengið falli á næstu árum. Í grein hér í blaðinu 28. mars færir Friðrik Már Baldursson prófessor sannfærandi rök fyrir því að vegna undirliggjandi þátta sé gengisáhættan ásættanleg. Hann bendir þannig á að raungengið sé nú 20-30% undir langtímameðaltali og verðbólga lítil. Samkvæmt Seðlabanka Íslands hefur raungengið sennilega ekki verið svona lágt síðan 1914. Vísbendingar sem felast í miklum vöruskiptajöfnuði benda einnig til þess að gengið sé of lágt skráð. Þá er viðskiptajöfnuður að teknu tilliti til þrotabúa bankanna og Actavis nærri 10% af landsframleiðslu – Íslendingar eru að borga niður skuldir erlendis í fyrsta skipti í langan tíma. Gengið ætti því mun fremur að styrkjast en veikjast. Þá má geta þess að ef gengið styrkist um 32% frá því sem nú er ber ríkissjóður engan kostnað af Icesave-samningunum að gefnum um 90% heimtum í þrotabúinu. 5. Eignasafn þrotabús Landsbankans stendur ekki undir 89% kröfunnar. Almennt virðist skilanefnd bankans hafa verið varfærin í mati sínu á eignum þrotabúsins, sem eru samkvæmt síðasta mati taldar standa undir um 90% af forgangskröfum. Eignir búsins virðast traustar enda hefur virði þeirra verið hækkað í hvert skipti sem endurmat hefur átt sér stað, úr 75% í upphafi í 90% nú – óvissa hefur minnkað jafnt og þétt. 6. Það er enginn kostnaður því fylgjandi að segja Nei. Eins og rakið er að ofan geta fylgt því mikil útgjöld í formi hærri fjármögnunarkostnaðar að fella samninginn. Enn fremur er meiri hætta á að fjármagnsmarkaðir verði okkur erfiðir, sem hefur jafnvel enn verri afleiðingar en hærri vextir. Líklegt er að ríkissjóður þurfi að fjármagna sig nánast alfarið á innlendum markaði, sem þrýstir upp innlendum vöxtum og dregur úr fjárfestingu einkaaðila, einkaneyslu og þar með hagvexti. Þá er líklegt að gengi krónunnar verði veikara en ella, þar sem Seðlabankinn þarf að safna fyrir afborgunum erlendra lána ríkisins með kaupum á gjaldeyri. 7. Já í kosningum festir okkur í gjaldeyrishöftunum. Mat Moody‘s, Seðlabankans og fleiri sérfræðinga er að samþykkt Icesave muni flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Það stafar af því að endurfjármögnun verður auðveldari, óvissa verður minni, væntingar um gjaldeyrisútflæði, m.a. vegna mun lægri endurfjármögnunarkostnaðar, verða dempaðri og innflæði vegna fjárfestinga verður meira. Það væri þó óneitanlega forvitnileg hagfræðileg tilraun að afnema gjaldeyrishöft með lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokki! 8. Lánshæfismat getur ekki lækkað við aukna skuldsetningu. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út að líklegt sé að lánshæfiseinkunn Íslands hækki við samþykkt Icesave-samningsins en að lánshæfismat Íslenska ríkisins yrði fært í ruslflokk ef samningnum verður hafnað. Ákvörðun um lægri einkunn segist Moody‘s byggja á tveimur þáttum: 1) að þá fáist ekki 1,1 milljarður Bandaríkjadala sem eftir standa af lánum Norðurlandanna til að fjármagna gjaldeyrisvarasjóðinn og 2) að þá sé líklegt að gjaldeyrishöft muni verða til staðar lengur þar sem hemja þurfi útstreymi gjaldeyris. Lykilinn að áhættumati fjárfesta á ríkisskuldabréfamarkaði er ekki hve skuldsett ríki eru heldur hve greiðan aðgang þau hafa að lánsfjármagni til að endurfjármagna lán sín og þar skiptir lánshæfismat höfuðmáli. Nægir í því skyni að benda til skuldastöðu og lánshæfismats ríkja á borð við Japan, Belgíu, Bretland og Bandaríkin. 9. Enginn tekur lengur mark á matsfyrirtækjunum og því skiptir lægri einkunn engu máli. Það skiptir engu máli hvaða skoðun menn hafa á lánsmatsfyrirtækjunum. Þau eru einkunnargjafinn og hinn endanlegi dómari því alþjóðlegir fjárfestar í ríkisskuldabréfum horfa fyrst og fremst til lánshæfismats. Mörgum stofnanafjárfestum er t.a.m. bannað með lögum og reglugerðum að fjárfesta í ruslbréfum. Um það er ekki hægt að deila og við því er ekkert að gera. Eins og sést á þessari upptalningu er ég einlæglega þeirrar trúar að samþykkt Icesave-samninganna muni leiða til aukinnar efnahagslegrar velferðar fyrir Íslendinga. Ég tel mig hafa fært hér góð rök fyrir því að margar þeirra staðhæfinga sem heyrst hafa í umræðunni séu hindurvitni. Hitt ber þó að hafa í huga að ef efnahagshrunið hefur kennt mér eitthvað þá er það að vera ekki of viss í minni sök þegar kemur að umræðu um efnahagsmál – það er bæði sanngjarnt og rétt. En nákvæmlega eins og ég er tilbúinn að fara út í bílinn minn á morgnana og keyra til vinnu þrátt fyrir að ég viti að það séu líkur á því að lenda í bílslysi er ég tilbúinn að taka upplýsta áhættu og samþykkja Icesave. Það er ekkert líf að kúra skjálfandi undir sæng hræddur við allt og alla.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun