Moody's og lánshæfismat Íslands Kári Sigurðsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar