Moody's og lánshæfismat Íslands Kári Sigurðsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun