Rússnesk rúlletta 1. apríl 2011 06:00 Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun