Menntun gegn atvinnuleysi Skúli Helgason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun