Menntun hent út með baðvatninu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi búið við grunnskólakerfi þar sem jafnræði nemenda til náms, óháð efnahag og menntun foreldra, er tryggt með lögum. Sterk hefð er fyrir hverfisskólanum og það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að foreldrar í Reykjavík eigi þann kost að velja barni sínu skóla óháð hverfi hafa þeir ekki nýtt sér þann kost að neinu marki. Eftir að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla hafa skólar smám saman markað sér hver sína sérstöðu eins og kemur skýrt fram í mikilli grósku í skólastarfi. Skólastefna hvers skóla hefur orðið sýnilegri og er sett fram af metnaði. Þetta eykur gæði þeirrar menntunar sem börn fá á tíu ára grunnskólagöngu. Reykjavíkurborg lagði upp með að í hverju hverfi borgarinnar væri grunnskóli og útkoman hefur orðið sú að til urðu litlir skólar á mælikvarða borgar, skólar með nemendafjölda frá 150 til 600. Þessi mismunur gerir það að verkum að niðurskurður á kennslumagni bitnar mismikið á skólum. Sá niðurskurður sem nú er að fara í framkvæmd boðar stærri nemendahópa, fábreytt námsval og aukna samkennslu árganga. Hann mun leiða til ójafnræðis milli skóla. Það gefur til dæmis auga leið að nemandi í þrjátíu nemenda námshópi fær ekki sambærilega kennslu og sá sem er í sautján nemenda hópi. Íslenski grunnskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugri kennslu í list- og verkgreinum og víða hlotið hrós fyrir; sú sérstaða er nú einnig í mikilli hættu. Verði nemendahópar stækkaðir í þessum greinum eins og allt útlit er fyrir er ljóst að börn munu fá verri kennslu. Samfélagssáttmálinn sem felst í grunnskólalögunum og sameiginlegur skilningur þjóðarinnar um að jafnræði skuli ríkja um menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og menntun foreldra, er í mikilli hættu. Foreldrar, kennarar og aðrir Íslendingar: Stöðvum þessa árás á menntun barnanna okkar. Strax.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun