Mengunarhneykslið Ólína Þorvarðardóttir skrifar 6. janúar 2011 06:15 Díoxínmengunin frá sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal er þungt áfall fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar. Díoxín er meðal eitruðustu efna sem fyrirfinnast í umhverfinu. Það mældist tuttugu sinnum yfir viðurkenndum heilsuverndarmörkum frá Funa árið 2007. Það var í fyrsta og eina skiptið sem efnið hefur verið mælt, svo enginn veit hve mörg ár Ísfirðingar höfðu andað eitrinu að sér fram að því. Langvarandi blámóða frá soprbrennslunni vekur þó óneitanlega grunsemdir um að svo kunni að hafa verið nokkra hríð. Fengu íbúar Skutulsfjarðar vitneskju um þessa heilsufarsvá þegar hún lá fyrir? Nei. Fengu kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vitneskju um þetta? Sú vitneskja virðist hafa verið bundin við örfáa einstaklinga í bæjarkerfinu, þáverandi ráðamenn bæjarins. Upplýsingar um díoxínmengun frá Funa koma fyrst „upp á borðið" í júlí síðastliðnum - þremur árum eftir að mæling var gerð - þá að afstöðum. Aldrei, á þessu þriggja ára tímabili, þótti ástæða til þess að upplýsa bæjarbúa eða bæjarfulltrúa sérstaklega um þá stöðu sem upp var komin: Tuttugufalda díoxíðmengun frá sorpbrennslustöð í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Hefði þó verið full ástæða til. Þess í stað var umræðan vafin inn í vandræðagang um hvort búnaður uppfyllti starfsleyfisskilyrði, hvort hagkvæmara væri að flokka, urða eða flytja sorpið o.s. frv. Hinni aðsteðjandi heilsufarshættu var hinsvegar haldið utan við umræðuna. Fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að upplýsingar um málefni Funa hafi „legið fyrir" eru ekkert annað en hártogun - því yfirborðsleg umfjöllun er ekki það sama og raunverulegar upplýsingar. Þvert á móti er einmitt hægt að drepa málum á dreif með þeim hætti að kaffæra staðreyndir í allskyns orðavaðli um óskylda hluti. Það var einmitt gert í þessu tilviki. Þeim sem vöruðu við og gagnrýndu starfsemi Funa var svarað út úr - jafnvel dregnir sundur og saman í háði. Minnistæð eru mér þau ummæli einhvers spekingsins að blámóðan frá Funa væri „vatnsdropar í lofti". Þegar þessi orð eru skrifuð keppast þeir sem höfðu eftirlits- og upplýsingaskyldu við að vísa hver á annan og láta að því liggja að ekkert sé athugavert við aðgerðarleysið í málinu. Þeim hinum sömu væri sæmra að biðjast afsökunar, því þeir brugðust hrapallega hlutverki sínu og trúnaðarskyldu við umbjóðendur sína, íbúa Ísafjarðarbæjar. Það er grundvallarskylda stjórnvalda að gæta almannaheilla. Aðrir hagsmunir, á borð við fjárhagslega hagsmuni sveitarfélags, einstakra stofnana eða fyrirtækja mega ekki yfirskyggja almannahagsmuni á borð við heilsufarlsegt öryggi og velferð íbúa. Því hefur verið haldið fram að Umhverfisstofnun hafi ekki verið heimilt að loka Funa þegar díoxíðmengun mældist þar tuttugufalt yfir mörkum vegna þess að fyrirtækið hafi þurft aðlögun og svigrúm áður en til lokunar kæmi. Þessi rök hafa holan hljóm enda þótt vísað sé í stjórnsýslulög. Hvers virði er rekstrarleg „svigrúm" sorpbrennslustöðvar samanborið við heilsufar þeirra sem anda að sér eiturefnum á sama tíma? Afleiðingar þessa grafalvarlega máls eru enganveginn fyrirsjáanlegar á þessari stundu. Þyngstar áhyggjur hefur maður auðvitað af heilsufari þeirra sem hafa búið og starfað næst Funa. Augljóslega þarf að rannsaka heilsufar íbúanna í framhaldi af þessum atburðum. Það hvernig málið ber að kallar einnig á tafarlausa rannsókn á því hvernig eftirliti og umsýslu hefur verið háttað. Enn eru starfandi sorpbrennslustöðvar á Íslandi sem eru á sambærilegum undanþágum og Funi hafði. Hvernig er eftirliti með þeim háttað? Umhverfisnefnd Alþingis mun funda um þetta mál næstkomandi föstudag kl. 9.30. Á þann fund hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, matvælastofnun, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlitinu. Ég óskaði eftir þessum fundi til þess að nefndin geti farið heildstætt yfir aðdraganda málsins og áttað sig á því hvað fór úrskeiðis og hvernig hefði betur mátt standa að málum. Ég tel mikilvægt að þegar sú vitneskja liggur fyrir verði tafarlaust gerðar ráðstafanir til þess að skerpa á eftirlitsþættinum, stjórnsýslunni og jafnvel sjálfri löggjöfinni til þess að tryggja að annað eins og þetta geti ekki endurtekið sig. Opinberir aðilar eiga ekki að geta skotið sér á bak við óljósan lagabókstaf þegar líf og heilsa almennings er í húfi. Um aðrar afleiðingar á borð við heilsubrest, fjárhagslegt tjón matvælaframleiðenda og umhverfisskaða er of snemmt að fjalla að svo stöddu. Þau vandamál bíða síns tíma í óræðri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Díoxínmengunin frá sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal er þungt áfall fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar. Díoxín er meðal eitruðustu efna sem fyrirfinnast í umhverfinu. Það mældist tuttugu sinnum yfir viðurkenndum heilsuverndarmörkum frá Funa árið 2007. Það var í fyrsta og eina skiptið sem efnið hefur verið mælt, svo enginn veit hve mörg ár Ísfirðingar höfðu andað eitrinu að sér fram að því. Langvarandi blámóða frá soprbrennslunni vekur þó óneitanlega grunsemdir um að svo kunni að hafa verið nokkra hríð. Fengu íbúar Skutulsfjarðar vitneskju um þessa heilsufarsvá þegar hún lá fyrir? Nei. Fengu kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vitneskju um þetta? Sú vitneskja virðist hafa verið bundin við örfáa einstaklinga í bæjarkerfinu, þáverandi ráðamenn bæjarins. Upplýsingar um díoxínmengun frá Funa koma fyrst „upp á borðið" í júlí síðastliðnum - þremur árum eftir að mæling var gerð - þá að afstöðum. Aldrei, á þessu þriggja ára tímabili, þótti ástæða til þess að upplýsa bæjarbúa eða bæjarfulltrúa sérstaklega um þá stöðu sem upp var komin: Tuttugufalda díoxíðmengun frá sorpbrennslustöð í næsta nágrenni við íbúðabyggð. Hefði þó verið full ástæða til. Þess í stað var umræðan vafin inn í vandræðagang um hvort búnaður uppfyllti starfsleyfisskilyrði, hvort hagkvæmara væri að flokka, urða eða flytja sorpið o.s. frv. Hinni aðsteðjandi heilsufarshættu var hinsvegar haldið utan við umræðuna. Fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að upplýsingar um málefni Funa hafi „legið fyrir" eru ekkert annað en hártogun - því yfirborðsleg umfjöllun er ekki það sama og raunverulegar upplýsingar. Þvert á móti er einmitt hægt að drepa málum á dreif með þeim hætti að kaffæra staðreyndir í allskyns orðavaðli um óskylda hluti. Það var einmitt gert í þessu tilviki. Þeim sem vöruðu við og gagnrýndu starfsemi Funa var svarað út úr - jafnvel dregnir sundur og saman í háði. Minnistæð eru mér þau ummæli einhvers spekingsins að blámóðan frá Funa væri „vatnsdropar í lofti". Þegar þessi orð eru skrifuð keppast þeir sem höfðu eftirlits- og upplýsingaskyldu við að vísa hver á annan og láta að því liggja að ekkert sé athugavert við aðgerðarleysið í málinu. Þeim hinum sömu væri sæmra að biðjast afsökunar, því þeir brugðust hrapallega hlutverki sínu og trúnaðarskyldu við umbjóðendur sína, íbúa Ísafjarðarbæjar. Það er grundvallarskylda stjórnvalda að gæta almannaheilla. Aðrir hagsmunir, á borð við fjárhagslega hagsmuni sveitarfélags, einstakra stofnana eða fyrirtækja mega ekki yfirskyggja almannahagsmuni á borð við heilsufarlsegt öryggi og velferð íbúa. Því hefur verið haldið fram að Umhverfisstofnun hafi ekki verið heimilt að loka Funa þegar díoxíðmengun mældist þar tuttugufalt yfir mörkum vegna þess að fyrirtækið hafi þurft aðlögun og svigrúm áður en til lokunar kæmi. Þessi rök hafa holan hljóm enda þótt vísað sé í stjórnsýslulög. Hvers virði er rekstrarleg „svigrúm" sorpbrennslustöðvar samanborið við heilsufar þeirra sem anda að sér eiturefnum á sama tíma? Afleiðingar þessa grafalvarlega máls eru enganveginn fyrirsjáanlegar á þessari stundu. Þyngstar áhyggjur hefur maður auðvitað af heilsufari þeirra sem hafa búið og starfað næst Funa. Augljóslega þarf að rannsaka heilsufar íbúanna í framhaldi af þessum atburðum. Það hvernig málið ber að kallar einnig á tafarlausa rannsókn á því hvernig eftirliti og umsýslu hefur verið háttað. Enn eru starfandi sorpbrennslustöðvar á Íslandi sem eru á sambærilegum undanþágum og Funi hafði. Hvernig er eftirliti með þeim háttað? Umhverfisnefnd Alþingis mun funda um þetta mál næstkomandi föstudag kl. 9.30. Á þann fund hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, matvælastofnun, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og heilbrigðiseftirlitinu. Ég óskaði eftir þessum fundi til þess að nefndin geti farið heildstætt yfir aðdraganda málsins og áttað sig á því hvað fór úrskeiðis og hvernig hefði betur mátt standa að málum. Ég tel mikilvægt að þegar sú vitneskja liggur fyrir verði tafarlaust gerðar ráðstafanir til þess að skerpa á eftirlitsþættinum, stjórnsýslunni og jafnvel sjálfri löggjöfinni til þess að tryggja að annað eins og þetta geti ekki endurtekið sig. Opinberir aðilar eiga ekki að geta skotið sér á bak við óljósan lagabókstaf þegar líf og heilsa almennings er í húfi. Um aðrar afleiðingar á borð við heilsubrest, fjárhagslegt tjón matvælaframleiðenda og umhverfisskaða er of snemmt að fjalla að svo stöddu. Þau vandamál bíða síns tíma í óræðri framtíð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun