Þak á verðtrygginguna? Agnar Tómas Möller skrifar 26. október 2011 09:49 Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar