McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf 5. október 2011 14:45 Jenson Button verður áfram hjá McLaren liðinu. AP MYND: MCLAREN McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni." Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni."
Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira