Fótbolti

Forseti Bayern München telur að þýska deildin sé sú sterkasta

Uli Höness forseti þýska stórliðsins Bayern München
Uli Höness forseti þýska stórliðsins Bayern München AFP
Uli Höness forseti þýska stórliðsins Bayern München henti ágætri sprengju inn í fótboltaumræðuna um helgina þegar hann sagði að enska úrvalsdeildin væri sú þriðja sterkasta í heiminum. Að mati Höness er spænska deildin sú sterkasta og að hans mati koma Þjóðverjar þar á eftir.

„Eins og staðan er dag erum við númer tvö á eftir Spáni, það er langt síðan við fórum framúr Ítalíu,“  sagði Höness í viðtali við Bild.

Ef miðað er við gögn frá Knattspyrnusambandi Evrópu, þá eru Höness á allt annarri skoðun. UEFA hefur reiknað það út að enska úrvalsdeildin sé sú sterkasta, Spánn kemur þar á eftir, Þjóðverjar í því þriðja og Ítalía í fjórða sæti.

„Ef ég tek mið af þeirri breidd sem er í efstu deild í Þýskalandi þá erum við með sterkustu deildina í heimi,“ sagði hinn 59 ára gamli Höness en hann var í heimsmeistaraliði Þjóðverja árið 1974.

Þýskt lið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá árinu 2001 en þýsk lið hafa náð góðum árangri í Evrópukeppnum undanfarin ár og styrkt stöðu deildarinnar á lista UEFA. Schalke komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar s.l. vor þar sem liðið tapaði gegn Manchester United. Árið 2010 komst Bayern München í úrslitaleikinn gegn Inter frá Ítalíu sem sigraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×