Fótbolti

Breno handtekinn og færður í gærsluvarðhald

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos / AFP
Breno, hinn brasilíski varnarmaður Bayern München, hefur verið færður í gærsluvarðhald vegna gruns um að hafa kveikt í húsi sínu í vikunni.

Saksóknarinn í München sagði ástæðu gæsluvarðhaldsins þá að hætta væri á að Breno flýði eða myndi eyðileggja sönnunargögn.

Fyrstu fréttir af málinu í síðustu viku voru þær að Breno hefði komið lífs af úr brennandi húsi sínu. Síðar í vikunni bárust fregnir af því að Brasilíumaðurinn 21 ára væri sjálfur grunaður um íkveikju.

Skemmdir á húsinu eru metnar á um 1.5 milljón evra að sögn AP fréttastofunnar eða sem nemur um 240 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×