Icesave með augum íslenskrar móður Stefanía Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2011 13:04 Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun