Icesave með augum íslenskrar móður Stefanía Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2011 13:04 Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir. Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn. En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi. Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum. Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar