Icesave - Nei eða já: Það er spurningin Oddgeir Ottesen skrifar 8. apríl 2011 13:22 Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.Mynd 1.Til að meta áhættu af samningnum þarf að nýta allar tiltækar upplýsingar til að meta hugsanlega verðþróun eigna og skulda Tryggingarsjóðsins (TIF). Sjóðurinn á kröfu upp á 674 ma. kr. í eignir þrotabús gamla Landsbankans. Sú krafa nemur 52,26% af forgangskröfum. Sjóðurinn mun því fá 674 ma. kr. eða 52,26% af eignum þrotabúsins, eftir því hvort reynist lægra. Skuldir sjóðsins nema 1.329 m. evra og 2.350 m. punda sem nam 647 mö. kr. um áramót. Mismunur á eignum og skuldum sjóðsins mun samkvæmt samningnum verða greiddur af íslenska ríkinu. Í lok árs 2010 námu heildareignir þrotabúsins 1175 ma. króna og hluti TIF því 614 ma. króna. Mismunur á eignum og skuldum þrotabúsins nam því 33 ma. kr. (614 ma. kr. - 647 ma. kr.). Mynd 1 sýnir stöðu eigna og skulda Tryggingarsjóðsins um síðustu áramót.Þar sem munur á upphæð eigna og skulda tryggingarsjóðsins er mjög lítill skiptir ávöxtun eigna sjóðsins og vextir lána mjög miklu máli. Eignirnar hafa verið að vaxa mun hraðar en skuldirnar og því er ekki ólíklegt að eignir þrotabúsins muni duga fyrir öllum höfuðstól skuldarinnar. Hægt er að villa um fyrir fólki með því að einblína eingöngu á skuldahlið Tryggingarsjóðsins og tala um að ríkissjóður ábyrgist greiðslur upp á 600-700 milljarða án þess að geta eigna Tryggingarsjóðsins.Eignir þrotabúsins Frá því að allar kröfur í þrotabú gamla Landsbankans voru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur 22. apríl 2009 hafa eignir þrotabúsins vaxið um að meðaltali 23 milljarða króna á ársfjórðungi miðað við fast gengi krónunnar. Ef sú þróun heldur áfram er líklegt að engin skuld falli á íslenska ríkið. Samfara auknu verðmæti þrotabúsins hefur óvissa í verðmatinu minnkað. Nú er stór hluti af eignum þrotabúsins í peningum og öruggum eignum. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir er stór hluti eigna þrotabúsins í reiðufé. Um fjórðungur er lán til viðskiptavina. Bókfært verð þess flokks er um 28% af kröfuvirði. Hlutabréf eru metin á 117 milljarða og flest bendir til að sá flokkur gæti verið vanmetinn. Verðþróun á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir í Bretlandi og Evrópu hefur verið jákvæð frá fyrsta mati þrotabúsins á verðmæti eigna. Það er því líklegt að þessar eignir hafi hækkað í verði.Fjármögnun nýja Landsbankans Um 27% af verðmæti þrotabúsins er tengt fjármögnun Nýja Landsbankans. Þrotabúið á tæp 19% í nýja Landsbankanum og mat það þann hluta á 28 ma. krónur um áramót. Auk þess á þrotabúið skuldabréf útgefið af nýja Landsbankanum sem metið var á 269 milljarða um síðustu áramót og skilyrt skuldabréf sem metið var á 30 milljarða. Afkoma nýja Landsbankans var góð á síðasta ári og arðsemi eigin fjár um 16%. Bókfært verðmæti hlutabréfa þrotabúsins í nýja Landsbankanum hefur ekki verið uppfært þrátt fyrir hagnaðartölur Nýja Landsbankans. Því má færa góð rök fyrir því að verðmæti þrotabúsins í hlutabréfum Landsbankans sé vanmetið. Greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave III eru mun minni en þær hefðu orðið samkvæmt Svavarssamningnum. Á sama tíma hefur greiðslugeta ríkisins aukist. Verð útflutningsvara hefur til dæmis hækkað. Myndirnar hér að neðan sýna verðþróun á helstu útflutningsvörum Íslendinga, áls og sjávarafurða. Eins og myndirnar sýna, hafa verð á erlendum mörkuðum hækkað umtalsvert eftir mikla lækkun í lok árs 2008.Gjaldeyrisáhætta Mikið hefur verið fjallað um gjaldeyrisáhættu Icesave samninganna. Ef gengi krónunnar veikist verða erlendar eignir þrotabúsins verðmeiri í krónum talið. Ef verðmæti eigna Tryggingarsjóðsins hafa náð 674 ma. króna, leiðir veiking krónunnar til þess að skuldir sjóðsins aukast en eignirnar ekki. Raungengi krónunnar er mjög veikt sem þýðir að verðlag á Íslandi hefur lækkað í samanburði við verðlag erlendis. Mikil frekari veiking raungengisins er því ólíkleg. Nafngengi krónunnar gæti veikst án þess að raungengi veikist, ef verðbólga hér á landi verður hærri en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi, mikið atvinnuleysi og lítil fjárfesting, er ekki líklegt að verðbólga verði há. Gengisáhætta samningsins er því þrátt fyrir allt ekki svo mikil. Íslenska ríkið ræður auðveldlega við aukna skuldsetningu vegna Icesave samningsins. Hrein skuld vegna Icesave III gæti numið um 2,2% af landsframleiðslu (miðað við 33 ma. kr.). Skuldsetning ríkisins er ekki ósjálfbær og mun hún lækka á komandi árum. En þrátt fyrir að við getum auðveldlega staðið við Icesave samninginn er ekki víst að þjóðin vilji það. Skynsamlega ákvörðun verður þó að byggja á einföldu hagsmunamati en ekki tilfinningum. Erfitt er að meta kostnað við að hafna núverandi samningum. Icesave mun ekki hverfa þó að við segjum nei á laugardaginn. Óvissa um niðurstöðu Icesave deilunnar mun aukast. Höfnun samningsins leiðir líklega til þess að erlend fjármögnun fyrirtækja, bæjarfélaga og stofnana verður erfiðari og dýrari. Þar sem væntur kostnaður vegna samningsins og áhætta honum tengdum hefur minnkað mjög mikið er það mitt mat að besta niðurstaða kosninganna sé JÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.Mynd 1.Til að meta áhættu af samningnum þarf að nýta allar tiltækar upplýsingar til að meta hugsanlega verðþróun eigna og skulda Tryggingarsjóðsins (TIF). Sjóðurinn á kröfu upp á 674 ma. kr. í eignir þrotabús gamla Landsbankans. Sú krafa nemur 52,26% af forgangskröfum. Sjóðurinn mun því fá 674 ma. kr. eða 52,26% af eignum þrotabúsins, eftir því hvort reynist lægra. Skuldir sjóðsins nema 1.329 m. evra og 2.350 m. punda sem nam 647 mö. kr. um áramót. Mismunur á eignum og skuldum sjóðsins mun samkvæmt samningnum verða greiddur af íslenska ríkinu. Í lok árs 2010 námu heildareignir þrotabúsins 1175 ma. króna og hluti TIF því 614 ma. króna. Mismunur á eignum og skuldum þrotabúsins nam því 33 ma. kr. (614 ma. kr. - 647 ma. kr.). Mynd 1 sýnir stöðu eigna og skulda Tryggingarsjóðsins um síðustu áramót.Þar sem munur á upphæð eigna og skulda tryggingarsjóðsins er mjög lítill skiptir ávöxtun eigna sjóðsins og vextir lána mjög miklu máli. Eignirnar hafa verið að vaxa mun hraðar en skuldirnar og því er ekki ólíklegt að eignir þrotabúsins muni duga fyrir öllum höfuðstól skuldarinnar. Hægt er að villa um fyrir fólki með því að einblína eingöngu á skuldahlið Tryggingarsjóðsins og tala um að ríkissjóður ábyrgist greiðslur upp á 600-700 milljarða án þess að geta eigna Tryggingarsjóðsins.Eignir þrotabúsins Frá því að allar kröfur í þrotabú gamla Landsbankans voru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur 22. apríl 2009 hafa eignir þrotabúsins vaxið um að meðaltali 23 milljarða króna á ársfjórðungi miðað við fast gengi krónunnar. Ef sú þróun heldur áfram er líklegt að engin skuld falli á íslenska ríkið. Samfara auknu verðmæti þrotabúsins hefur óvissa í verðmatinu minnkað. Nú er stór hluti af eignum þrotabúsins í peningum og öruggum eignum. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir er stór hluti eigna þrotabúsins í reiðufé. Um fjórðungur er lán til viðskiptavina. Bókfært verð þess flokks er um 28% af kröfuvirði. Hlutabréf eru metin á 117 milljarða og flest bendir til að sá flokkur gæti verið vanmetinn. Verðþróun á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir í Bretlandi og Evrópu hefur verið jákvæð frá fyrsta mati þrotabúsins á verðmæti eigna. Það er því líklegt að þessar eignir hafi hækkað í verði.Fjármögnun nýja Landsbankans Um 27% af verðmæti þrotabúsins er tengt fjármögnun Nýja Landsbankans. Þrotabúið á tæp 19% í nýja Landsbankanum og mat það þann hluta á 28 ma. krónur um áramót. Auk þess á þrotabúið skuldabréf útgefið af nýja Landsbankanum sem metið var á 269 milljarða um síðustu áramót og skilyrt skuldabréf sem metið var á 30 milljarða. Afkoma nýja Landsbankans var góð á síðasta ári og arðsemi eigin fjár um 16%. Bókfært verðmæti hlutabréfa þrotabúsins í nýja Landsbankanum hefur ekki verið uppfært þrátt fyrir hagnaðartölur Nýja Landsbankans. Því má færa góð rök fyrir því að verðmæti þrotabúsins í hlutabréfum Landsbankans sé vanmetið. Greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave III eru mun minni en þær hefðu orðið samkvæmt Svavarssamningnum. Á sama tíma hefur greiðslugeta ríkisins aukist. Verð útflutningsvara hefur til dæmis hækkað. Myndirnar hér að neðan sýna verðþróun á helstu útflutningsvörum Íslendinga, áls og sjávarafurða. Eins og myndirnar sýna, hafa verð á erlendum mörkuðum hækkað umtalsvert eftir mikla lækkun í lok árs 2008.Gjaldeyrisáhætta Mikið hefur verið fjallað um gjaldeyrisáhættu Icesave samninganna. Ef gengi krónunnar veikist verða erlendar eignir þrotabúsins verðmeiri í krónum talið. Ef verðmæti eigna Tryggingarsjóðsins hafa náð 674 ma. króna, leiðir veiking krónunnar til þess að skuldir sjóðsins aukast en eignirnar ekki. Raungengi krónunnar er mjög veikt sem þýðir að verðlag á Íslandi hefur lækkað í samanburði við verðlag erlendis. Mikil frekari veiking raungengisins er því ólíkleg. Nafngengi krónunnar gæti veikst án þess að raungengi veikist, ef verðbólga hér á landi verður hærri en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi, mikið atvinnuleysi og lítil fjárfesting, er ekki líklegt að verðbólga verði há. Gengisáhætta samningsins er því þrátt fyrir allt ekki svo mikil. Íslenska ríkið ræður auðveldlega við aukna skuldsetningu vegna Icesave samningsins. Hrein skuld vegna Icesave III gæti numið um 2,2% af landsframleiðslu (miðað við 33 ma. kr.). Skuldsetning ríkisins er ekki ósjálfbær og mun hún lækka á komandi árum. En þrátt fyrir að við getum auðveldlega staðið við Icesave samninginn er ekki víst að þjóðin vilji það. Skynsamlega ákvörðun verður þó að byggja á einföldu hagsmunamati en ekki tilfinningum. Erfitt er að meta kostnað við að hafna núverandi samningum. Icesave mun ekki hverfa þó að við segjum nei á laugardaginn. Óvissa um niðurstöðu Icesave deilunnar mun aukast. Höfnun samningsins leiðir líklega til þess að erlend fjármögnun fyrirtækja, bæjarfélaga og stofnana verður erfiðari og dýrari. Þar sem væntur kostnaður vegna samningsins og áhætta honum tengdum hefur minnkað mjög mikið er það mitt mat að besta niðurstaða kosninganna sé JÁ.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun