Með A4 innanklæða Bryndís Björgvinsdóttir skrifar 25. júní 2010 06:00 Hver sá sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru miklar. - 100. gr. almennra hegningarlaga. GestagangurAð morgni dags þann 8. desember 2008 bar ókunnugan gest að garði Alþingis. Hann bankar á dyrnar sem leiða upp á áhorfendapalla almennings. Þingvörður opnar fyrir gestinum og hleypir honum inn. Á meðan gesturinn tekur af sér lætur annar gestur vita af sér við dyrnar. Þingvörðurinn opnar fyrir honum, sem og tveimur öðrum gestum sem koma aðvífandi. Einn þessara gesta staðnæmist í dyragættinni á meðan enn fleiri gestir birtast að baki honum - og skyndilega eru rúmlega tuttugu manns í anddyrinu og á leið upp á palla. Fleiri þingverðir koma að. Þeir ákveða að meina gestunum leið á pallana, og ýta eða toga þá niður stigana. Gestirnir ýta á móti og segjast hafa rétt á að fara upp á pallana - þar sem einn þeirra hyggst lesa upp tilkynningu fyrir þingheim. Samkvæmt frásögn eins þingvarðar hreyta sumir gestanna „svívirðingum", en „beita engu valdi eða ofbeldi". Með A4 innanklæðaStuttu eftir að þingverðir og gestir taka að moðast um anddyri og stigaganga kemur lögreglan að og lokar gestina af inni í húsinu. Tveir þeirra komast þó upp á áhorfendapallana þar sem annar þeirra dregur upp eina árásarvopn heimsóknarinnar: A4-blað - með stöfum á. Hann nær að lesa niðurlag tilkynningarinnar áður en hann er dreginn í burtu af vöskum lögreglumanni. „Út," kallar gesturinn yfir þingheim, „drullið ykkur út. Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur."Lögreglan heldur gestunum í stiganum nokkra hríð, gerir síðan sumum frjálst að fara en ber aðra út í járnum og undarlegum stellingum. Í kjölfarið gerist tvennt: Þingmenn fresta fundi um sem nemur tvöföldum ljósabekkjatíma. Og níu manna slembiúrtak úr gestahópnum er ákært fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, að hafa gert árás á Alþingi. Óraplága„Ekki var hægt að útiloka að einhverjir í hópnum væru með eitthvað innanklæða sem gæti skaðað alþingismenn og starfsmenn," skrifar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, til lögreglustjóra í kjölfar uppákomunnar. Þar með er mál nímenninganna hjúpað efasemdum: Ljóst er að nímenningarnir voru ekki einir um að trufla þingstörf veturinn 2008-2009, en stefnan er sett á að refsa þeim fyrir eitthvað sem þeir hefðu getað gert - eitthvað sem þeir hefðu getað verið með innanklæða.Engar eignir voru skemmdar. Engar gangstéttarhellur flugu um anddyrið. Engan ásetning um ofbeldi eða hótanir má finna í sönnunargögnum. Einn gestanna er sagður hafa bitið í leðurhanska lögregluþjóns sem hafði gripið um andlit hans. Þingvörður meiddist á þumli. Loks sætir einn útbornu gestanna ákæru fyrir að hafa hrint þingverði á ofn. Í vor sýndi Kastljós Sjónvarpsins hins vegar upptöku úr öryggismyndavél, þar sem þingvörður sést draga gestinn aftur á bak svo hann fellur eins og dómínókubbur á annan þingvörð sem þá fer utan í ofninn. Þrátt fyrir myndbandið hafa ákærurnar á hendur nímenningunum ekkert breyst.Segjum að í ljós kæmi myndband sem sýndi að þeir ellefu meintu vændiskaupendur, sem bráðum verður einnig réttað yfir, hefðu alls ekki snert konurnar á þann hátt sem þeir eru sakaðir um. Yrði samt krafist ákæru fyrir að „ekki hafi verið hægt að útiloka" að þeir hefðu getað keypt konurnar? Að karlmennirnir hefðu getað verið með pening innanklæða sem þeir hefðu getað notað ólöglega?Eins og í Lúkasarmálinu svokallaða lykta ákærurnar á hendur nímenningunum af ofsóknum og órum um hvað þeir hefðu getað gert. Órarnir afhjúpa þá staðreynd að nímenningana á að gera að blórabögglum: Það eru ekki beinlínis þeir sem verið er að sækja til saka, heldur allir þeir sem trufluðu þinghald veturinn 2008-2009 með ítrekuðum mótmælafundum og búsáhaldabyltingu. Bunki af A440 dögum eftir heimsóknina á áhorfendapallana loguðu eldar við Alþingishúsið. Þá sindraði á piparúða og skuggar féllu á húsið af skiltum, pönnum og lögreglukylfum. Þá daga hrópuðu gestirnir að Alþingi tímunum saman - þar til þingmenn loks raunverulega „drulluðu sér út" í gegnum leynigöng og undir lögregluvernd. 700 þátttakendur í mótmælunum hafa skrifað undir kröfu um að ákærurnar á hendur nímenningunum verði látnar niður falla. Að öðrum kosti verði þeir allir einnig sóttir til saka fyrir árás á Alþingi - í sama skilningi og nímenningarnir: Þeir sóttu Alþingi heim, án vopna og án ofbeldis, en með mun háværari tilkynningum en gestirnir sem fóru á undan. Þann 24. júní voru þinginu afhentar þessar undirskriftir, meitlaðar í það eina sem nímenningarnir reyndust vega að Alþingi með eftir allt saman - bunka af A4.Þann 29. júní nk. verður réttað yfir nímenningunum fyrir héraðsdómi. Rétt eins og í máli vændiskaupendanna verður aðgangur almennings að þinghaldinu takmarkaður og þinghaldið sjálft varið af lögreglu, en ekki að ósk hinna ákærðu - eins og í tilviki vændiskaupendanna - heldur til að halda fólki af sama sauðahúsi og nímenningarnir frá dómsalnum. Svona fólki sem gæti verið með eitthvað í vösunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hver sá sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru miklar. - 100. gr. almennra hegningarlaga. GestagangurAð morgni dags þann 8. desember 2008 bar ókunnugan gest að garði Alþingis. Hann bankar á dyrnar sem leiða upp á áhorfendapalla almennings. Þingvörður opnar fyrir gestinum og hleypir honum inn. Á meðan gesturinn tekur af sér lætur annar gestur vita af sér við dyrnar. Þingvörðurinn opnar fyrir honum, sem og tveimur öðrum gestum sem koma aðvífandi. Einn þessara gesta staðnæmist í dyragættinni á meðan enn fleiri gestir birtast að baki honum - og skyndilega eru rúmlega tuttugu manns í anddyrinu og á leið upp á palla. Fleiri þingverðir koma að. Þeir ákveða að meina gestunum leið á pallana, og ýta eða toga þá niður stigana. Gestirnir ýta á móti og segjast hafa rétt á að fara upp á pallana - þar sem einn þeirra hyggst lesa upp tilkynningu fyrir þingheim. Samkvæmt frásögn eins þingvarðar hreyta sumir gestanna „svívirðingum", en „beita engu valdi eða ofbeldi". Með A4 innanklæðaStuttu eftir að þingverðir og gestir taka að moðast um anddyri og stigaganga kemur lögreglan að og lokar gestina af inni í húsinu. Tveir þeirra komast þó upp á áhorfendapallana þar sem annar þeirra dregur upp eina árásarvopn heimsóknarinnar: A4-blað - með stöfum á. Hann nær að lesa niðurlag tilkynningarinnar áður en hann er dreginn í burtu af vöskum lögreglumanni. „Út," kallar gesturinn yfir þingheim, „drullið ykkur út. Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur."Lögreglan heldur gestunum í stiganum nokkra hríð, gerir síðan sumum frjálst að fara en ber aðra út í járnum og undarlegum stellingum. Í kjölfarið gerist tvennt: Þingmenn fresta fundi um sem nemur tvöföldum ljósabekkjatíma. Og níu manna slembiúrtak úr gestahópnum er ákært fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, að hafa gert árás á Alþingi. Óraplága„Ekki var hægt að útiloka að einhverjir í hópnum væru með eitthvað innanklæða sem gæti skaðað alþingismenn og starfsmenn," skrifar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, til lögreglustjóra í kjölfar uppákomunnar. Þar með er mál nímenninganna hjúpað efasemdum: Ljóst er að nímenningarnir voru ekki einir um að trufla þingstörf veturinn 2008-2009, en stefnan er sett á að refsa þeim fyrir eitthvað sem þeir hefðu getað gert - eitthvað sem þeir hefðu getað verið með innanklæða.Engar eignir voru skemmdar. Engar gangstéttarhellur flugu um anddyrið. Engan ásetning um ofbeldi eða hótanir má finna í sönnunargögnum. Einn gestanna er sagður hafa bitið í leðurhanska lögregluþjóns sem hafði gripið um andlit hans. Þingvörður meiddist á þumli. Loks sætir einn útbornu gestanna ákæru fyrir að hafa hrint þingverði á ofn. Í vor sýndi Kastljós Sjónvarpsins hins vegar upptöku úr öryggismyndavél, þar sem þingvörður sést draga gestinn aftur á bak svo hann fellur eins og dómínókubbur á annan þingvörð sem þá fer utan í ofninn. Þrátt fyrir myndbandið hafa ákærurnar á hendur nímenningunum ekkert breyst.Segjum að í ljós kæmi myndband sem sýndi að þeir ellefu meintu vændiskaupendur, sem bráðum verður einnig réttað yfir, hefðu alls ekki snert konurnar á þann hátt sem þeir eru sakaðir um. Yrði samt krafist ákæru fyrir að „ekki hafi verið hægt að útiloka" að þeir hefðu getað keypt konurnar? Að karlmennirnir hefðu getað verið með pening innanklæða sem þeir hefðu getað notað ólöglega?Eins og í Lúkasarmálinu svokallaða lykta ákærurnar á hendur nímenningunum af ofsóknum og órum um hvað þeir hefðu getað gert. Órarnir afhjúpa þá staðreynd að nímenningana á að gera að blórabögglum: Það eru ekki beinlínis þeir sem verið er að sækja til saka, heldur allir þeir sem trufluðu þinghald veturinn 2008-2009 með ítrekuðum mótmælafundum og búsáhaldabyltingu. Bunki af A440 dögum eftir heimsóknina á áhorfendapallana loguðu eldar við Alþingishúsið. Þá sindraði á piparúða og skuggar féllu á húsið af skiltum, pönnum og lögreglukylfum. Þá daga hrópuðu gestirnir að Alþingi tímunum saman - þar til þingmenn loks raunverulega „drulluðu sér út" í gegnum leynigöng og undir lögregluvernd. 700 þátttakendur í mótmælunum hafa skrifað undir kröfu um að ákærurnar á hendur nímenningunum verði látnar niður falla. Að öðrum kosti verði þeir allir einnig sóttir til saka fyrir árás á Alþingi - í sama skilningi og nímenningarnir: Þeir sóttu Alþingi heim, án vopna og án ofbeldis, en með mun háværari tilkynningum en gestirnir sem fóru á undan. Þann 24. júní voru þinginu afhentar þessar undirskriftir, meitlaðar í það eina sem nímenningarnir reyndust vega að Alþingi með eftir allt saman - bunka af A4.Þann 29. júní nk. verður réttað yfir nímenningunum fyrir héraðsdómi. Rétt eins og í máli vændiskaupendanna verður aðgangur almennings að þinghaldinu takmarkaður og þinghaldið sjálft varið af lögreglu, en ekki að ósk hinna ákærðu - eins og í tilviki vændiskaupendanna - heldur til að halda fólki af sama sauðahúsi og nímenningarnir frá dómsalnum. Svona fólki sem gæti verið með eitthvað í vösunum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun