Að gera illt verra Þórólfur Matthíasson skrifar 16. október 2010 06:00 Stjórn samtaka sem kenna sig við hagsmuni heimilanna hefur tekið sér umboð til að krefjast flatrar niðurfærslu húsnæðislánanna. Rökin eru að lagfæra þurfi laskaða efnahagsreikninga heimilanna í landinu. Þetta gerist á sama tíma og nokkur hluti heimila á í svo miklum og illleysanlegum greiðsluvanda. Tvennt er við framgöngu þessara talsmanna heimilanna að athuga. Í fyrsta lagi myndi sú aðgerð sem þeir leggja til duga þeim skammt sem eru í mestum vanda. Því fólki verður að mæta með sértækum úrræðum, afskriftum lána eða öðrum róttækum lausnum hvað svo sem líður almennri niðurfærslu lána. Í öðru lagi eru meiri líkur en minni á að aðgerðin skaði efnahagsreikninga heimilanna. Hafa ber í huga að efnahagsreikningur heimilis er mun óræðari stærð en efnahagsreikningur fyrirtækis. Forráðamenn heimilis sjá mjög ófullkomna útgáfu af efnahagsreikningi þess þegar þau ganga frá skattaskýrslunni þess. Á eignahlið kemur fram verðmæti efnislegra eigna á borð við húsnæði og bifreiðar, sumarbústaði og annað fastafé. Á skuldahlið kemur fram verðmæti þeirra krafna sem fjármálastofnanir eiga á viðkomandi. Einnig kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Upplýsingarnar um eignirnar eru mjög ófullkomnar. Verðmat eignanna er afar ónákvæmt eins og hver einasti bifreiðareigandi veit. En verra er þó að tveir langstærstu eignarliðir hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu eru ekki tilgreindir á skattaskýrslunni. Þetta eru tekjuöflunargeta einstaklingsins (hreinn mannauður) eða fjölskyldunnar annars vegar og lífeyrisréttur hins vegar. Verðmæti mannauðsins hleypur líklega á bilinu 25 til 75 milljónir króna á mann! Sú aðgerð sem hin svokölluðu hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á felur í sér lækkun á skuldum heimilanna. Afleiðing niðurfærslunnar kæmi fram sem lækkun á eignum lífeyrissjóðanna sem aftur kæmi fram sem lækkun á lífeyrisskuldbindingum. Jafnframt myndi staða Íbúðalánasjóðs versna og ríkissjóður yrði að leggja honum til aukið fjármagn. Hugsanlega myndu eigendur Íslandsbanka og Arion banka einnig gera kröfu á ríkissjóð. Þessum fjárkröfum myndi ríkissjóður mæta með því að hækka skatta eða draga úr umsvifum. Ef bankarnir fá ekki bætur úr ríkissjóði þurfa þeir að auka vaxtamun. Hvaða leið sem yrði farin af hálfu ríkissjóðs og fjármálastofnana yrði ekki komist hjá neikvæðum áhrifum á ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem upprunalega átti að bæta. Sagt með öðrum orðum: Tekjuöflunarmöguleikar heimilanna og mannauður þeirra myndi minnka. Flöt niðurfærsla húsnæðislána myndi því ekki aðeins lækka skuldir heimilanna, hún myndi einnig hafa mikil neikvæð áhrif á eignahliðinni. Efalítið yrði staða sumra heimila örlítið skárri eftir niðurfærslu en var áður. En fyrir mörg önnur heimili yrði niðurstaðan neikvæð. Flöt niðurfærsla húsnæðislána er því ekki fallin til að bæta stöðu heimilanna í landinu, þvert á móti. Og eftir stæði að vandi þeirra heimila sem ekki geta greitt af skuldum sínum nú væri enn óleystur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn samtaka sem kenna sig við hagsmuni heimilanna hefur tekið sér umboð til að krefjast flatrar niðurfærslu húsnæðislánanna. Rökin eru að lagfæra þurfi laskaða efnahagsreikninga heimilanna í landinu. Þetta gerist á sama tíma og nokkur hluti heimila á í svo miklum og illleysanlegum greiðsluvanda. Tvennt er við framgöngu þessara talsmanna heimilanna að athuga. Í fyrsta lagi myndi sú aðgerð sem þeir leggja til duga þeim skammt sem eru í mestum vanda. Því fólki verður að mæta með sértækum úrræðum, afskriftum lána eða öðrum róttækum lausnum hvað svo sem líður almennri niðurfærslu lána. Í öðru lagi eru meiri líkur en minni á að aðgerðin skaði efnahagsreikninga heimilanna. Hafa ber í huga að efnahagsreikningur heimilis er mun óræðari stærð en efnahagsreikningur fyrirtækis. Forráðamenn heimilis sjá mjög ófullkomna útgáfu af efnahagsreikningi þess þegar þau ganga frá skattaskýrslunni þess. Á eignahlið kemur fram verðmæti efnislegra eigna á borð við húsnæði og bifreiðar, sumarbústaði og annað fastafé. Á skuldahlið kemur fram verðmæti þeirra krafna sem fjármálastofnanir eiga á viðkomandi. Einnig kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Upplýsingarnar um eignirnar eru mjög ófullkomnar. Verðmat eignanna er afar ónákvæmt eins og hver einasti bifreiðareigandi veit. En verra er þó að tveir langstærstu eignarliðir hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu eru ekki tilgreindir á skattaskýrslunni. Þetta eru tekjuöflunargeta einstaklingsins (hreinn mannauður) eða fjölskyldunnar annars vegar og lífeyrisréttur hins vegar. Verðmæti mannauðsins hleypur líklega á bilinu 25 til 75 milljónir króna á mann! Sú aðgerð sem hin svokölluðu hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á felur í sér lækkun á skuldum heimilanna. Afleiðing niðurfærslunnar kæmi fram sem lækkun á eignum lífeyrissjóðanna sem aftur kæmi fram sem lækkun á lífeyrisskuldbindingum. Jafnframt myndi staða Íbúðalánasjóðs versna og ríkissjóður yrði að leggja honum til aukið fjármagn. Hugsanlega myndu eigendur Íslandsbanka og Arion banka einnig gera kröfu á ríkissjóð. Þessum fjárkröfum myndi ríkissjóður mæta með því að hækka skatta eða draga úr umsvifum. Ef bankarnir fá ekki bætur úr ríkissjóði þurfa þeir að auka vaxtamun. Hvaða leið sem yrði farin af hálfu ríkissjóðs og fjármálastofnana yrði ekki komist hjá neikvæðum áhrifum á ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem upprunalega átti að bæta. Sagt með öðrum orðum: Tekjuöflunarmöguleikar heimilanna og mannauður þeirra myndi minnka. Flöt niðurfærsla húsnæðislána myndi því ekki aðeins lækka skuldir heimilanna, hún myndi einnig hafa mikil neikvæð áhrif á eignahliðinni. Efalítið yrði staða sumra heimila örlítið skárri eftir niðurfærslu en var áður. En fyrir mörg önnur heimili yrði niðurstaðan neikvæð. Flöt niðurfærsla húsnæðislána er því ekki fallin til að bæta stöðu heimilanna í landinu, þvert á móti. Og eftir stæði að vandi þeirra heimila sem ekki geta greitt af skuldum sínum nú væri enn óleystur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun