Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku Þórólfur Matthíasson skrifar 21. maí 2010 10:31 Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. En stjórnvöld höfðu svo takmarkaða trú á eigin viðbúnaði að þau drógu Ísland út úr samnorrænni æfingu á viðbúnaði við fjármálaáföllum, líklega til að komast hjá því að afhjúpa hversu berskjaldað fjármálakerfið íslenska í raun var gagnvart áföllum. Af þessu má læra að áætlanir á pappír og stefnumið í yfirlýsingum duga skammt þegar á reynir hafi áætlunum og yfirlýsingum ekki verið fylgt eftir með aðgerðum og undirbúningi. Eldgosið í Eyjafjallajökli er okkur svipuð áminning og fall íslenska bankakerfisins. Í fyrsta lagi kemur í ljós að Almannavarnir hafa staðið sig frábærlega. Eldgosið kennir okkur að þar á bæ hafi menn tekið verefni sitt alvarlega og gert þær ráðstafanir sem þurfti til að takast á við ólíklegustu kringumstæður. Öskufallið frá eldstöðinni ógnar nú framleiðslu landbúnaðar á frjósamasta hluta landsins. Þá vaknar spurning um fæðuöryggi Íslendinga. Þannig er að á Íslandi er rekið eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi. Skattgreiðendur greiða yfir 10 milljarða króna í beina styrki til framleiðenda landbúnaðarvarnings auk þess sem þeir njóta óbeinna styrkja í formi umfangsmikillar innflutningsverndar. Stjórnmálamenn og talsmenn bænda segja að með þessum greiðslum séu Íslendingar að borga fyrir örugga afhendingu matvæla í ótryggum heimi. Öskugosið í Eyjafjallajökli hefur nú gert þær röksemdir að engu. Eldgos í eldstöð sem fáir aðrir en jarðfræðingar höfðu gefið gaum er í þann mund að þurrka út rekstrargrundvöll þess landbúnaðar sem rekinn er við bestu náttúrulegar aðstæður á Íslandi. Standi vilji stjórnvalda til að tryggja aðdrætti matvæla til mannfjöldans á Íslandi virðist, í bili að minnsta kosti, öruggara að leita á önnur mið en til sveitanna í kringum íslensku eldfjöllin. Það vill einnig svo til að meginhluti raforkuframleiðslu á Íslandi er á virku eldfjallasvæði. Sú sviðsmynd er ekki ómöguleg að eldgos gæti sett raforkukerfi landsins á hliðina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir útflutningsframleiðslu í landinu. Við erum að vísu svo vel sett að verði stór raforkuver úr leik má taka stór iðjuver úr rekstri til að mæta því. Eldgosið í Eyjafjallajökli er engu að síður þörf áminning um að endurmeta þurfi kosti og galla þess að tengja raforkukerfi landsins við raforkukerfi Evrópu með sæstreng. Tenging Íslands við orkukerfi Evrópu er dýr framkvæmd og krefst undirbúnings og fyrirhyggju. Bætt matvælaöryggi er hins vegar ódýr framkvæmd því það fengist líklega með því að draga úr landbúnaðarstyrkjum og flytja inn ódýrari vörur til landsins. Þar er ekki eftir neinu að bíða.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun