Laun varaborgarfulltrúa Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun