Guðmundur Franklín Jónsson: Spilling lífeyrissjóðanna? 3. maí 2010 05:00 Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi. Stjórnarseta í lífeyrissjóði hefur tryggt þröngum hóp bæði völd og hlunnindi. Haldið er fram að virði eigna lífeyrirssjóðanna séu komnar í það sama og fyrir hrun. Hér varð stærsta gengisfelling íslenskrar hagsögu. Ef einhverjir hefðu átt að sjá hrunið fyrir, þá eru það lífeyrissjóðsforkólfarnir, höfundar íslensks krosseignarhalds. Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina og það er löngu kominn tími á uppstokkun í lífeyrissjóðakerfinu og lúsahreinsun þarf að fara fram. Í dag er það almennt viðurkennt að það var ekki heil brú í verðmati á íslenskum fyrirtækjum á markaði og fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Oftar en ekki var það reglan að eftir óefnislegar eignir, „goodwill", voru dregnar frá heildar eignum var niðurstaðan neikvætt eigið fé. Flest öll þessara fyrirtækja eru farin af markaði. Eitt fyrirtæki sem er enn í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum lífeyrissjóðum, stoðtækjafyrirtækið Össur er t.d. með neikvætt eigið fé upp eftir frádrátt óefnislegra eigna og yfir 80% félagsins eru á höndum fárra aðila. Össur hefur hækkað um meira en helming frá hruninu. Eru það lífeyrissjóðirnir sem hafa haldið uppi verðinu s.s. markaðs misnotkun? Lífeyrissjóðirnir hafa lítið breyst, þeim er stjórnað af sömu einstaklingunum. Það er ljóst að það að fara verður fram önnur opinber rannsókn á starfsháttum lífeyrissjóðanna. Sérstaklega eftir „kattaræðu" forsætisráðherra þar sem hún gaf til kynna að fleiri opinberar rannsóknir gætu verið í farvatninu, hún sagði m.a. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni (bankanna)" Ef aðkoma lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar að hruninu verður ekki rannsökuð, komumst við aldrei að sannri niðurstöðu hvað olli hruninu. Hvað þurfa íbúar þessa lands að þola miklar skerðingar í viðbót á lífeyri sínum á meðan spillingin í stjórnun og stjórnum lífeyrissjóða grasserar. Eru tvær þjóðir í þessu landi? Höfundur er viðskiptafræðingur
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun