„…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Össur Skarphéðinsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun