Ný vinnubrögð Jón Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun