Yfirlýsing iðnaðarráðherra Jón Gunnarsson skrifar 13. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar