Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla 15. september 2010 01:00 Bílamergð í Peking Kína er einn stærsti markaður bifreiða í heiminum. Þar seljast nú um 17 milljón bílar á ári hverju.nordicphotos/AFP Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira