Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla 15. september 2010 01:00 Bílamergð í Peking Kína er einn stærsti markaður bifreiða í heiminum. Þar seljast nú um 17 milljón bílar á ári hverju.nordicphotos/AFP Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira