Háskólar í mótun II Katrín Jakobsdóttir skrifar 14. október 2010 13:58 Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun