Samstaða 15. mars 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun