Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Árangur íslensku karlaliðinna var allt annað en glæsilegur í Evrópukeppninni í ár því aðeins einn sigur vannst í tíu leikjum og átta af leikjunum töpuðust. Markatalan var 9-22 íslensku liðunum í óhag.
KR var eina liðið sem náði eitthvað út úr sínum leikjum og jafnfram eina liðið sem komst áfram í ár. KR vann 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og gerði síðan 2-2 jafntefli í seinni leiknum í Belfast.
Allir aðrir leikir íslensku liðanna töpuðust og KR-ingar skorðu 7 af 9 mörkum íslensku liðanna í sínum fjórum leikjum. Hin þrjú liðin; FH, Breiðablik og Fylkir, skoruðu aðeins tvö mörk í sex leikjum sínum.
Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti