Niðurskurður og norræn velferð 28. júní 2010 06:00 Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja".
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun