Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum 15. apríl 2010 06:00 Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar. Í síðustu grein Úlfars var m.a. fjallað um sameiginlega nytjastofna aðildarríkja Evrópusambandsins og um fiskveiðilögsögur þeirra. Það er ágreiningslaust að eðli nytjastofna á hafsvæðum ESB og mörk efnahagslögsagna einstakra aðildaríkja hefur kallað á einhvers konar samstarf þeirra á milli við stjórn fiskveiða. Sú lausn sem fólgin hefur verið í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur misheppnast að mörgu leyti, m.a. að mati framkvæmdastjórnar ESB sjálfrar. Það er mín skoðun að aðrar lausnir á viðfangsefnunum hafi ávallt verið mögulegar án þess að miðstjórnarvald ESB væri styrkt með þeim hætti sem gert hefur verið. Aðildarríkin bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu enda er ESB samstarfsvettvangur þeirra. Úlfar hefur haldið því fram að stjórn fiskveiða við strendur Íslands eigi sér stað í fiskabúri í samanburði við fiskveiðistjórn ESB. Þessu er ég ekki sammála. Fiskveiðistjórn ESB hefur því aldrei þurft að vera svona flókin eins og hún hefur verið um langt skeið útaf því einu að margar tegundir nytjastofna séu sameiginlegir aðildarríkjunum. Vissulega er það örðugra viðfangs þegar tvö eða fleiri strandríki þurfa með sameiginlegum aðgerðum að stuðla að verndun einstakra nytjastofna en þegar strandríki sér eitt um stjórn veiða á staðbundnum stofnum. Á hvorn veginn sem er skiptir mestu máli að fiskveiðistjórnin í heild sinni auki líkur á skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar. Sem dæmi gátu Kanadamenn á sínum tíma eytt þorskstofninum innan sinnar efnahagslögsögu á meðan samstarf Norðmanna og Rússa hefur á síðustu árum skilað sterkum þorskstofni í Barentshafi.Um „ámælisverð vinnubrögð“Úlfar gerir athugasemdir við að ég vísaði í grein hans frá 31. mars sl. í tengslum við þá fullyrðingu að sameiginleg fiskveiðistefna ESB ætti ekki rót sína að rekja „til þess að forsvarsmenn Evrópuríkja hafi fengið innblástur um nauðsyn þess að hafa sameiginlega stefnu í þessum málum." Með tilvitnuðum ummælum var ég að benda á að sjávarútvegsstefna ESB varð upphaflega til vegna ákvarðana sem voru reistar á pólitísku hagsmunamati en varðaði lítið sem ekkert stjórn veiða á sameiginlegum nytjastofnum. Grein Úlfars frá 31. mars sl., sem og greinar margra annarra, gefa því a.m.k. undir fótinn að það hafi verið rökbundin nauðsyn að veita ESB umtalsvert vald til lagasetningar á sviði fiskveiðistjórnar. Svo tel ég ekki vera þar sem samstarf ESB-ríkja á sviði fiskveiðistjórnar hefði ávallt getað verið mun laustengdara ef pólitískur vilji hefði staðið til þess. Með hliðsjón af þessu kem ég ekki auga á þau ámælisverðu vinnubrögð sem Úlfar taldi mig viðhafa og vil ég gjarnan halda áfram að eiga orðastað við hann um þetta málefni, hvort sem það er á síðum Fréttablaðsins eða annars staðar! Kjarni vandans við fiskveiðistjórn út um allan heim er sá að „fiskarnir í fiskabúrinu" eru of fáir og of margar vilja koma höndum sínum yfir þá. Hanna þarf fiskveiðistjórnkerfi af skynsemi til að það nái settum markmiðum. Þótt árangurinn af íslenska fiskveiðistjórnkerfinu mætti gjarnan vera betri með tilliti til fiskverndar má með bærilegri sanngirni segja að Íslendingum hafi gengið betur að þróa sína fiskveiðistjórn en aðildarríkjum ESB að smíða sameiginlega fiskveiðistefnu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun