Guðmundur Magnússon: Er ekkert að marka ráðherra? 19. maí 2010 06:00 Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að „…það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "…að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.! Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjónustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VELFERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera. Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frumkvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, „Hvar þrengir að?", en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bakgrunns og/eða stöðu forsjáraðila. Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með „hókus pókus" reglum hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðunum milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa. Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni: „Öryrkjar allra landa sameinist." Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að „…það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "…að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.! Árni Páll Árnason. Það er ekki nóg að tala fjálglega á fundum og lofa bættri þjónustu, tryggja öllum mannréttindi og heita því að allir fái að sitja við sama borð, hvað þjónustu varðar. Nú er, svo notaður sé orðaforði íþróttafréttamanna: rétt að þú takir þér tak og gyrðir í brók, látir hendur standa fram úr ermum og raunverulega VERJIR VELFERÐARKERFIÐ!!! Eins og þessi stjórn lofaði og hefur marg oft stagast á að hún vilji gera. Um síðustu helgi var haldið málþing í þjóðfundarstíl um fátækt á íslandi að frumkvæði European Anti Poverty Network (EAPN) og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um sama leyti kemur út skýrsla Rauða kross Íslands, „Hvar þrengir að?", en þar kennir ýmissa grasa. Þeir hópar sem verst standa eru: atvinnuleitendur með litla menntun, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar með lágar tekjur, innflytjendur sem tala litla íslensku, öryrkjar sem eru með börn á framfæri og börn og unglingar sem skortir tækifæri, t.d. vegna fátæktar, bakgrunns og/eða stöðu forsjáraðila. Lífeyrisþegar sem aldrei hafa haft mikið hafa verið skertir markvisst síðan janúar 2009 bæði í almannatryggingakerfinu sem og hjá lífeyrissjóðunum sem hafa gengið hvað harðast að láglaunafólki sem vegna veikinda eða fötlunar á rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum sem það hefur greitt í allan sinn vinnutíma. En með „hókus pókus" reglum hafa lífeyrissjóðirnir komist upp með að láta almannatryggingakerfið greiða sjóðunum milljarð á ári sem niðurgreiðsla, án þess að bótaþegar fái það í sinn vasa. Nei, nú er komið nóg! Fyrir rúmu ári var svo kölluð búsáhaldabylting, en nú er komið að hækju- og hjólastólabyltingunni: „Öryrkjar allra landa sameinist." Það er ófært að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð sjái engin önnur úrræði en ráðast á þá er erfiðast hafa það fyrir, hvort sem þeir kallast öryrkjar, atvinnuleitendur eða láglaunafólk.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar