Nýsköpun í ferðaþjónustu 27. ágúst 2010 06:30 Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum er haft á orði að hver erlendur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000 krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru velkomnir þó að einhvers staðar séu til þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer margfalt minna fyrir slíku en stuðningi við hefðbundinn iðnað og alls kyns framleiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábótavant. Það er eins og von um skjótfenginn ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri enn mestu þegar verið er að skipuleggja opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra, almenningsins, heilmikið til. Töluvert hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu en mest af því er einkaframtak, hugsjónastarf eða verk hópa, skóla og smárra sveitarfélaga. Auðvitað er það gleðilegt og merki um framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig hafa orðið umbætur í matarmenningu og veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem lengst af var varla hægt að fá keyptan forvitnilegan mat eða máltíð, unna af metnaði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið upp fjölbreytta matseld, veitingahús bindast samtökum um grunnstefnu, unnið er úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akureyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru Matarkistan Skagafjörður, vinna ferðamálasérfræðinga við Hólaskóla og staðir á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda „slow-food“-stefnu sem margir erlendir gestir þekkja og sækjast eftir. Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjónustuna en matseld. Til dæmis vantar mun meira af nýrri þjónustu á veturna til að laða ferðafólk til landsins. Eins er með listir og hönnun. Listasöfn eru opin á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunarsýningar eru nokkrar og bókmenntaviðburðir einhverjir svo dæmi séu nefnd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að heilmikið vantar upp á að erlendur gestur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunninn í þessum geirum á aðgengilegan hátt, á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til þess þarf að útbúa efni eða sýningar sérstaklega til viðbótar við allt annað sem á döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði íslenskrar myndlistar og hönnunar með fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrirlestra um bókmenntir og kvikmyndagerð með dæmum, um arkitektúr og aðra hönnun og um tónlistarsöguna. Þjóðmenningarhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhússins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af þessu geta opinberir aðilar skipulagt en annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill þurfa stuðning meðan verið er að vinna úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar. Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjölbreyttara framboð tónleika fyrir ferðamenn; allt frá kammermúskík til rokks og skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flestum borgum heims en þarf að kynna mjög vel því margt er í boði til afþreyingar á annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti bætt skipulag kynninga og stuðningur borgar- og bæjarstjórna komið sér vel. Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var fyrst og fremst ætluð erlendum gestum. Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sigurðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík kynntu nærri tveir tugir söngvara og undirleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var breytileg og vel vönduð, líkt og flutningurinn sjálfur og af nokkrum dæmum um viðbrögð líkaði tónleikagestunum framtakið afar vel. Í ráði er að halda starfinu áfram og ætti það að vera hvatning til að opna aðra glugga inn í íslenska menningu og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sinfóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að fjölda erlendra ferðamanna með tónleikum og áður uppteknu efni til að hvetja áhugafólk um slíka músík til að heimsækja landið á veturna þegar vertíðin er í hámarki.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun