Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar