Helgi Gunnlaugsson: Afbrot og refsingar 29. apríl 2010 09:05 Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskiptum sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur aukist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrotum vaxið og kröfur um hertar refsingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr.Auga fyrir auga?Aðlögun fanga inn í samfélagið að nýju eftir afplánun er ekki auðveld á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis auk viðhorfa sem oftar en ekki eru andsnúin föngum og málefnum þeirra. Hvers vegna á samfélagið að rétta brotamönnum sáttahönd þegar fórnarlömbin sitja eftir grátt leikin? Svarið er hvorki einfalt né einhlítt en við þurfum sífellt að spyrja okkur grundvallarspurninga af þessu tagi. Svarið afhjúpar í raun hvers konar samfélagi við búum í. Hver er siðferðisgrundvöllur samfélagsins - hvaða gildi eigum við að hafa í heiðri í samskiptum hvert við annað?Eigum við að svara brotum í sömu mynt - svara illu með illu? Oft það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar við heyrum af ódæðisverkum. Eða eigum við að bæta fyrir brotið og huga að betrun einstaklingsins?Hvort sjónarmiðið vegur þyngra í reynd má deila um en bæði eru óneitanlega til staðar. Fangelsisvist felur í sér valdbeitingu en um leið skýr skilaboð samfélagsins til brotamannsins um að horfast í augu við athæfi sitt og axla ábyrgð á verkum sínum. Á sama tíma verður að skapa svigrúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið.Ef vonin er tekin burt frá brotamanninum erum við um leið að plægja jarðveginn fyrir áframhaldandi pínu og hrösun, sem kemur ekki bara niður á brotamanninum sjálfum, heldur samfélaginu öllu. Hvort sem refsingin innan veggja fangelsis er eitt, tíu eða jafnvel tuttugu ár snýr brotamaðurinn aftur út í samfélagið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að hann sé tilbúinn og fær tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og að samfélagið sé reiðubúið að taka við honum aftur. Hér hefur fangahjálpin Vernd leikið mikilvægt hlutverk við að auðvelda föngum aðlögunina í samfélagið að nýju.Þolendur afbrota eru margirFórnarlömb afbrota eru mörg og þau finnast ekki aðeins meðal þolenda afbrota og aðstandenda þeirra sem oft eiga um sárt að binda. Fangar eru aldrei einir og þeir eiga einhverja að, foreldra, börn eða aðra nákomna sem ekkert hafa gert af sér og standa oft berskjaldaðir gagnvart brotum ástvinar. Gerandinn verður svo stundum fórnarlamb eigin verknaðar, hann getur ekki hlaupið frá afleiðingum verka sinna, jafnvel þó hann afpláni fjölda ára í fangelsi. Margir þjást vegna brotanna, sem læsa sig ekki aðeins um þolendur brota og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður gerendur og aðstandendur þeirra.Hugsjónin bak við Vernd hefur einmitt falist í þessu; að þó afbrotið geti verið skelfilegt þarf brotamaðurinn ekki endilega að vera ófreskja. Gera verður greinarmun á manneskjunni og afbrotinu sem oft er alls ekki auðvelt. Að fordæma brotið án þess að fordæma einstaklinginn.Félagsleg staða fangaLangflestir fangar eru karlar í yngri kantinum og það er í sjálfu sér áhugavert rannsóknarefni. Hver eru einkennin að öðru leyti? Í rannsóknum sem ég hef staðið að ásamt öðrum í fangelsum landsins á undanförnum árum hefur skýrt komið fram að félagslegu baklandi fanga er í mörgum tilfellum verulega ábótavant og þar liggja iðulega rætur afbrotavandans.Fjöskyldutengsl rofin, búsetuskipti tíð og óregla á heimilinu. Skólaganga í molum, margir þjást af náms- og hegðunarerfiðleikum, og stór hluti ekki lokið grunnskólanámi - jafnvel í ríkari mæli en á Norðurlöndunum. Á sama tíma hefur komið fram mikill áhugi fanga á að mennta sig og fjöldi þeirra stundar nám í fangelsi til að bæta sig. Mörgum hefur tekist vel upp í bæði námi og starfi eftir afplánun og byrjað nýtt líf án afbrota. Ýmislegt er því hægt að gera til að draga úr afbrotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskiptum sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur aukist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrotum vaxið og kröfur um hertar refsingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr.Auga fyrir auga?Aðlögun fanga inn í samfélagið að nýju eftir afplánun er ekki auðveld á tímum efnahagsþrenginga og atvinnuleysis auk viðhorfa sem oftar en ekki eru andsnúin föngum og málefnum þeirra. Hvers vegna á samfélagið að rétta brotamönnum sáttahönd þegar fórnarlömbin sitja eftir grátt leikin? Svarið er hvorki einfalt né einhlítt en við þurfum sífellt að spyrja okkur grundvallarspurninga af þessu tagi. Svarið afhjúpar í raun hvers konar samfélagi við búum í. Hver er siðferðisgrundvöllur samfélagsins - hvaða gildi eigum við að hafa í heiðri í samskiptum hvert við annað?Eigum við að svara brotum í sömu mynt - svara illu með illu? Oft það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar við heyrum af ódæðisverkum. Eða eigum við að bæta fyrir brotið og huga að betrun einstaklingsins?Hvort sjónarmiðið vegur þyngra í reynd má deila um en bæði eru óneitanlega til staðar. Fangelsisvist felur í sér valdbeitingu en um leið skýr skilaboð samfélagsins til brotamannsins um að horfast í augu við athæfi sitt og axla ábyrgð á verkum sínum. Á sama tíma verður að skapa svigrúm fyrir fanga til að að vinna sig aftur inn í samfélagið.Ef vonin er tekin burt frá brotamanninum erum við um leið að plægja jarðveginn fyrir áframhaldandi pínu og hrösun, sem kemur ekki bara niður á brotamanninum sjálfum, heldur samfélaginu öllu. Hvort sem refsingin innan veggja fangelsis er eitt, tíu eða jafnvel tuttugu ár snýr brotamaðurinn aftur út í samfélagið, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að hann sé tilbúinn og fær tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og að samfélagið sé reiðubúið að taka við honum aftur. Hér hefur fangahjálpin Vernd leikið mikilvægt hlutverk við að auðvelda föngum aðlögunina í samfélagið að nýju.Þolendur afbrota eru margirFórnarlömb afbrota eru mörg og þau finnast ekki aðeins meðal þolenda afbrota og aðstandenda þeirra sem oft eiga um sárt að binda. Fangar eru aldrei einir og þeir eiga einhverja að, foreldra, börn eða aðra nákomna sem ekkert hafa gert af sér og standa oft berskjaldaðir gagnvart brotum ástvinar. Gerandinn verður svo stundum fórnarlamb eigin verknaðar, hann getur ekki hlaupið frá afleiðingum verka sinna, jafnvel þó hann afpláni fjölda ára í fangelsi. Margir þjást vegna brotanna, sem læsa sig ekki aðeins um þolendur brota og aðstandendur þeirra, heldur ekki síður gerendur og aðstandendur þeirra.Hugsjónin bak við Vernd hefur einmitt falist í þessu; að þó afbrotið geti verið skelfilegt þarf brotamaðurinn ekki endilega að vera ófreskja. Gera verður greinarmun á manneskjunni og afbrotinu sem oft er alls ekki auðvelt. Að fordæma brotið án þess að fordæma einstaklinginn.Félagsleg staða fangaLangflestir fangar eru karlar í yngri kantinum og það er í sjálfu sér áhugavert rannsóknarefni. Hver eru einkennin að öðru leyti? Í rannsóknum sem ég hef staðið að ásamt öðrum í fangelsum landsins á undanförnum árum hefur skýrt komið fram að félagslegu baklandi fanga er í mörgum tilfellum verulega ábótavant og þar liggja iðulega rætur afbrotavandans.Fjöskyldutengsl rofin, búsetuskipti tíð og óregla á heimilinu. Skólaganga í molum, margir þjást af náms- og hegðunarerfiðleikum, og stór hluti ekki lokið grunnskólanámi - jafnvel í ríkari mæli en á Norðurlöndunum. Á sama tíma hefur komið fram mikill áhugi fanga á að mennta sig og fjöldi þeirra stundar nám í fangelsi til að bæta sig. Mörgum hefur tekist vel upp í bæði námi og starfi eftir afplánun og byrjað nýtt líf án afbrota. Ýmislegt er því hægt að gera til að draga úr afbrotum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun