Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar 22. desember 2010 06:00 Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun